2010-03-05 10:09:11 CET

2010-03-05 10:10:11 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Möguleg viðbótarútgáfa íbúðabréfa


Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samþykkti á fundi sínum 4. mars 2010, kaup ÍLS á
íbúðalánasafni Dróma hf. (áður SPRON) og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. skv.
heimild í 3. tl. 9. gr. laga nr. 44/1998, að fjárhæð 16 milljarðar króna.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um nýtingu forkaupsréttar þriðja aðila. Í kjölfar
kaupanna er gert ráð fyrir að endurskoðuð útgáfuáætlun ÍLS muni leiða til þess
að útgáfa sjóðsins á íbúðabréfum verði aukin um allt að 8 milljarða króna að
nafnverði á árinu 2010. Endurskoðaðar áætlanir ÍLS verða birtar fyrir 15. mars
næstkomandi.