2016-06-29 13:50:49 CEST

2016-06-29 13:50:49 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun semur um lán frá Norræna fjárfestingabankanum


Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hafa undirritað samning um 50
milljóna Bandaríkjadollara langtímalán án ríkisábyrgðar vegna byggingar
Þeistareykjavirkjunar. Með þessari lánveitingu ásamt láni frá Evrópska
fjárfestingabankanum sem gengið var frá á dögunum er fjármögnun
Þeistareykjavirkjunar nú að fullu lokið. 

Lánið er til 16 ára og er veitt til að fjármagna byggingu
Þeistareykjavirkjunar, sem verður 90MWe. Jarðhitasvæðið við Þeistareyki býður
upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu, en áætluð orkuvinnslugeta svæðisins
er um 200 MWe. 

Norræni fjárfestingabankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta
aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen,
Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra og einkaverkefna jafnt innan
sem utan aðildarríkjanna. 



Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

„Það er afar ánægjulegt að Norræni fjárfestingabankinn skuli sýna okkur það
traust og þann stuðning sem þessi lánveiting ber vitni um. Framkvæmdir á
Þeistareykjum ganga vel og mun stöðin hefja rekstur á haustmánuðum 2017. Við
gerum ráð fyrir að Þeistareykjastöð verði mikil lyftistöng fyrir iðnað og
atvinnulíf á Norðausturlandi.“ 



Frekari upplýsingar:
Magnús Þór Gylfason
Yfirmaður samskiptasviðs
Magnus.Thor.Gylfason@landsvirkjun.is
515-9000