2009-05-08 13:29:16 CEST

2009-05-08 13:30:25 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsafl hf. - Fyrirtækjafréttir

- Tilkynning frá Landsafli ehf. um fjárhagsstöðu félagsins


Þann 29. apríl s.l. tilkynnti Landsafl ehf. að félagið myndi ekki birta
ársuppgjör sitt fyrir síðasta rekstrarár í lok apríl 2009. Landsafl ehf. vill
þó upplýsa markaðinn um eftirfarandi þætti varðandi stöðu félagsins. Fyrir
liggur að eigið fé félagsins er neikvætt samkvæmt drögum af óendurskoðuðu
uppgjöri ársins 2008. Helsta ástæða þessa er að fjármögnun félagsins er að
stærstum hluta í erlendum gjaldmiðlum og hefur veiking íslensku krónunnar haft
neikvæð áhrif á eigið fé félagsins. Unnið er að fjárhagslegri
endurskipulagningu á félaginu með það að markmiði að endurreisa eiginfjárstöðu
þess. 

Jafnframt ber að geta þess að skuldabréfaflokkurinn sem Landsafl hefur gefið
út, LAFL 03 1, er tryggður með veði í fasteign og jafnframt eru leigugreiðslur
af fasteigninni settar að veði til tryggingar á greiðslu skuldabréfanna. Um er
að ræða langtíma leigusamning við Fasteignir ríkissjóðs. Þess ber að geta að
áðurnefndur skuldabréfaflokkur er í skilum. 

Frekari upplýsingar veitir:
Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property hf. og stjórnarformaður Landsafls
ehf. Sími 575 9000