2014-07-30 17:37:45 CEST

2014-07-30 17:38:46 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Möguleiki á skuldabréfaútgáfu Icelandair Group á Íslandi skoðuð


Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að skoða möguleika á
skuldabréfaútgáfu félagsins á Íslandi. Með skuldabréfaútgáfunni er stefnt að
því að auka fjölbreytni í fjármögnun félagsins og búa félagið undir fyrirhugaða
fjárfestingu í nýjum flugvélum. Seðlabanki Íslands hefur veitt félaginu heimild
til þess að gefa út skuldabréf fyrir allt að EUR 60.000.000 og selja til
innlendra fjárfesta fyrir íslenskar krónur.  Eftir er að útfæra nákvæmlega
skilmála skuldabréfanna. Icelandair Group hefur náð samkomulagi við
Íslandsbanka um að annast mögulega útgáfu og sölu skuldabréfanna. 



Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801