2017-04-28 14:06:39 CEST

2017-04-28 14:06:39 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eimskipafélag Íslands hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eimskip tryggir hagstæða fjármögnun á nýju gámaskipunum


Þann 25. janúar sl. undirritaði Eimskip samning um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga skipum við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara og gert er ráð fyrir að skipin verði afhent á árinu 2019. Greiðslufyrirkomulag skipanna er að 40% af samningsverði er greitt á smíðatíma skipanna og 60% við afhendingu. Samningurinn var gerður með fyrirvara um fjármögnun, þeim fyrirvara hefur nú verið aflétt. Eimskip hefur tryggt 80% fjármögnun af smíðavirði skipanna. Lánið er í evrum og er til 15 ára. Lánveitandinn er þýski bankinn KfW IPEX-Bank GmbH. Lánið er tryggt af China Export & Credit Insurance Corporation (Sinosure).

 

Gylfi Sigfússon, Forstjóri

„Það er mjög gott að finna fyrir jákvæðni og trausti erlendra lánastofnana gagnvart Eimskip þar sem lánamarkaður fyrir skipafjármögnun hefur verið erfiður undanfarin misseri. Um er að ræða fjármögun til langs tíma á mjög hagstæðum kjörum. Einnig er ánægjulegt að með þessu erum við að stíga mikilvægt skref í endurnýjun á skipaflota félagsins. Þessi gámaskip eru þau stærstu sem þjónað hafa Norður-Atlantshafi í reglulegum áætlanasiglingum og fyrirhugaðar stækkanir á höfnunum í Nuuk á Grænlandi, Reykjavík og Þórshöfn í Færeyjum munu gera þessum skipum kleift að þjóna þessum markaði.”

 

Um Eimskip

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim, með þá framtíðarsýn að vera framúrskarandi í flutningalausnum og þjónustu.

Eimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 61 starfsstöð í 20 löndum, er með 21 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.700 starfsmönnum.