2013-05-17 13:55:29 CEST

2013-05-17 13:56:32 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Stöðug og góð rekstrarafkoma Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2013-05-17 13:55 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Góður rekstur Orkuveitu
Reykjavíkur er að festast í sessi. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT)
fyrstu þrjá mánuði ársins 2013 nam 5,1 milljarði króna en var 4,9 milljarðar á
sama tímabili 2012. Launakostnaður og annar rekstrarkostnaður fyrstu þrjá
mánuði ársins lækkaði um 8,4% frá fyrra ári. Sparnaður og aðhald í rekstri og
tekjur sem halda verðgildi sínu eru því skýringar þessa stöðugleika í
rekstrarafkomu Orkuveitunnar. 

Árshlutauppgjör samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt af stjórn í dag.
Það er gert í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS. 

Ytri þættir hagfelldari

Framlegð reksturs samstæðu Orkuveitunnar (EBITDA) á fyrsta fjórðungi 2013 nam
7,3 milljörðum króna en var 7,2 milljarðar á sama tímabili 2012. Ytri
áhrifaþættir - gengi, álverð og vextir - hafa nú jákvæð áhrif á afkomuna en þau
voru neikvæð á sama tímabili í fyrra. Niðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2013 er
því hagnaður sem nemur 4,2 milljörðum króna. 

Áfram er lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda og hafa þær lækkað um 10,5
milljarða króna frá fyrra ári. Með bættri rekstrarafkomu og festu við að
framfylgja Plani Orkuveitunnar og eigenda fyrirtækisins er  aðgangur
Orkuveitunnar að íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum nú smám saman að
opnast. Það hefur gert fyrirtækið betur í stakk búið til að verja sig fyrir
sveiflum í ytri áhrifaþáttum rekstursins; gengi krónunnar, vöxtum og álverði. 

Planið

Heildarárangur Plansins á fyrsta ársfjórðungi 2013 nam 6,7 milljörðum króna,
sem er 700 milljónum króna umfram markmið. Allir þættir þess voru á áætlun eða
umfram hana á ársfjórðungnum. Aðgerðaáætlunin, sem stjórn Orkuveitunnar og
eigendur fyrirtækisins réðust í vorið 2011, hefur nú skilað fyrirtækinu 30,5
milljörðum króna betri sjóðsstöðu en verið hefði að óbreyttu. Sé litið til
heildarárangurs Plansins frá upphafi er árangurinn af því 2,4 milljarða umfram
markmið. Allir þættir eru á áætlun eða umfram hana nema sala eigna. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar:

Orkuveitan er ekki komin á lygnan sjó þó við séum farin að sjá glitta í heiðan
himin. Mikilvægir áfangar hafa náðst á síðustu vikum og mánuðum og skiptir þar
mestu að fyrirtækið nýtur nú trausts á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Nýlegir
lána- og áhættuvarnasamningar eru til marks um það. 

Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir staðfestu í að halda Plani.
Aðgerðaáætlunin er nú rúmlega tveggja ára og hefur staðist í öllum veigamestu
þáttum hennar og gott betur. Á sama tíma hefur tekist að halda uppi traustri og
góðri þjónustu og við vinnum stöðugt að því að tryggja viðskiptavinum
Orkuveitunnar öruggan aðgang að orku og hreinu vatni. 

Rekstraryfirlit stjórnenda

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna á verðlagi hvers árs.

Rekstur                        2008     2009     2010     2011     2012     2013
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                6.079    6.541    7.422    8.693   10.571   10.650
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarkostnaður           (2.679)  (3.206)  (3.189)  (3.226)  (3.386)  (3.361)
--------------------------------------------------------------------------------
EBITDA                        3.400    3.335    4.232    5.467    7.185    7.288
--------------------------------------------------------------------------------
Afskriftir                  (1.632)  (2.374)  (1.952)  (2.025)  (2.295)  (2.234)
--------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarhagnaður EBIT         1.769      961    2.281    3.442    4.890    5.054
--------------------------------------------------------------------------------
Innleystar fjármunat. og    (1.921)    (916)    (191)    (431)    (786)    (272)
 (fjármagnsgj.)                                                                 
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma fyrir óinnleysta       (152)       45    2.090    3.011    4.104    4.781
 fjármagnsliði                                                                  
--------------------------------------------------------------------------------
Óinnleystir                (20.766)    1.638    8.034      876  (9.376)     (75)
 fjármagnsliðir                                                                 
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma fyrir tekjuskatt    (20.919)    1.684   10.123    3.887  (5.271)    4.706
 skv. árshlutar.                                                                
--------------------------------------------------------------------------------
Tekjuskattur                  3.676      129  (2.936)  (1.569)    1.272    (541)
--------------------------------------------------------------------------------
Afkoma tímabilsins         (17.243)    1.813    7.187    2.318  (3.999)    4.166
--------------------------------------------------------------------------------




         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason, forstjóri
         +354 516 7707