2016-03-18 10:26:08 CET

2016-03-18 10:26:08 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki gefur út skuldabréf í sænskum krónum


Í gær, fimmtudaginn 17. mars, lauk Arion banki skuldabréfaútgáfu í sænskum
krónum. Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir 275 milljónir sænskra króna, eða
sem jafngildir um 4,2 milljörðum króna, til þriggja ára. 

Bréfin bera breytilega STIBOR vexti að viðbættu 2,65% vaxtaálagi. Skuldabréfin
voru seld til fjárfesta í Noregi, Svíþjóð og á meginlandi Evrópu. Pareto
Securities sá um sölu skuldbréfanna. Bréfin eru gefin út undir EMTN
skuldabréfaútgáfuramma Arion banka og verða þau skráð í Kauphöllinni í
Lúxemborg. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.