2017-05-16 12:52:16 CEST

2017-05-16 12:52:16 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lokið við sölu og endurleigu á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum



Icelandair ehf., dótturfélag Icelandair Group hf., hefur undirritað samninga um
sölu og endurleigu á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Um er að ræða eina vél
sem er til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi 2018 og þrjár á fyrsta
ársfjórðungi 2019.  Tvær vélanna eru Boeing 737 MAX8 og tvær Boeing 737 MAX9. 
Icelandair hefur jafnframt einhliða rétt á að bæta tveimur vélum við
samningana. Leigusalinn er BOCOMM Leasing, dótturfélag Bank of Communications í
Kína. Leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. 

„Það er ánægjulegt að fjármögnun 737MAX vélanna gengur samkvæmt áætlun. Vinna
við fjármögnun annarra véla sem afhenta verða 2018 og 2019 stendur yfir og
gengur vel.“ Segir Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair
Group. 

„Við erum afar ánægð með að geta boðið Icelandair sölu og endurleigulausn sem
hentar félaginu og að Icelandair bætist í hóp alþjóðlegra viðskiptavina okkar.
Við hlökkum til að sjá flugvélarnar teknar í notkun og að vinna með Icelandair
í framtíðinni.“ Segir Li Ru, framkvæmdastjóri hjá BOCOMM leasing. 

Nánari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group hf.
bogi@icelandairgroup.is
Sími: 665 8801