2011-05-20 16:58:15 CEST

2011-05-20 16:59:16 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 31. mars 2011


Regluleg starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skilaði betri afkomu fyrstu þrjá
mánuði þessa árs en í fyrra. Það má rekja til aukinna tekna og aðhalds í
rekstri. Handbært fé frá rekstrinum nam 3,9 milljörðum króna og hækkaði um
tæpar 983 milljónir. 

Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun á fyrsta ársfjórðungi 2011 voru
fjármagnsliðir jákvæðir og ræðst það af mikilli hækkun á álverði á tímabilinu
sem eykur bókfært verðmæti raforkusölusamninga OR til stórnotenda. 

Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi 2011 nam 2.318 milljónum króna en var 7.187
milljónir króna á fyrsta fjórðungi 2010, þegar gengisþróun var hagfelldari en
nú. 

Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið 1. janúar til
31. mars 2011 var samþykktur og áritaður af stjórn og forstjóra á fundi
stjórnar í dag. 

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

„Orkuveita Reykjavíkur hefur breytt áherslum í rekstri og einbeitir sér nú að
kjarnahlutverki sínu, veitustarfseminni. Það eru jákvæð teikn á lofti í rekstri
kjarnastarfseminnar bæði hvað varðar tekjur og gjöld, en við þurfum að taka
betur á við að ná niður rekstrarkostnaði.“ 

Helstu niðurstöður tímabilsins 1. janúar til 31. mars 2011

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 2.318 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá
mánuði ársins 2011 samanborið við 7.187 milljóna króna hagnað á sama tímabili
árið 2010. 

Rekstrartekjur tímabilsins námu 8.693 milljónum króna en voru 7.422 milljónir
króna á sama tímabili árið áður. 

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,
EBITDA, var 5.467 milljónir króna samanborið við 4.232 milljónir króna sama
tímabil árið áður. 

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 445 milljónir króna á tímabilinu, en voru
jákvæðir um 7.916 milljónir króna sama tímabil árið áður. 

Heildareignir þann 31. mars 2011 voru 296.122 milljónir króna en voru 286.540
milljónir króna 31. desember 2010. 

Eigið fé þann 31. mars 2011 var 55.165 milljónir króna en var 52.847 milljónir
króna 31. desember 2010. 

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 31. mars 2011 voru 240.958 milljónir króna en
voru 233.694 milljónir króna í árslok 2010. 

Eiginfjárhlutfall var 18,6% þann 31. mars 2011 en var 18,4% í árslok 2010.

Ýmis mál og horfur

Stjórn OR samþykkti í ágúst 2010 að treysta tekjustraum fyrirtækisins með
hækkun gjaldskrár og mörkun gjaldskrárstefnu ásamt hagræðingu í rekstri. Í mars
2011 samþykktu stjórn fyrirtækisins og eigendur þess ennfremur aðgerðaáætlun
vegna fjárhagsvanda og nær hún til áranna 2011-2016. Hún felur í sér samdrátt
og frestun fjárfestinga, hagræðingu, sölu eigna, hækkun gjaldskrár og víkjandi
lán frá eigendum til fyrirtækisins. Með aðgerðunum er fjárþörf OR á árabilinu
2011-2016 brúuð án nýrrar lántöku. 

Áformað er að ljúka smíði Hellisheiðarvirkjunar á árinu 2011 og taka í notkun
5. áfanga hennar, framleiðslu á 90 MW rafafls, síðla árs. 



Nánari upplýsingar veitir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í
síma 516-7707. 



Orkuveita Reykjavíkur - árshlutauppgjör 1. janúar til 31. mars 2011
Allar tölur eru í milljónum kr.                 2011           2010
Rekstrarreikningur                         1.1.-31.3      1.1.-31.3
Rekstrartekjur                                 8.693          7.422
Rekstrargjöld                                (3.226)        (3.189)
Rekstrarhagn. f. afskr. (EBIDTA)               5.467          4.232
Afskriftir                                   (2.025)        (1.952)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)               445          7.916
Áhrif hlutdeildarfélaga                            0           (74)
Hagnaður fyrir skatta                          3.887         10.123
Tekjuskattur                                 (1.569)        (2.936)
Hagnaður tímabilsins                           2.318          7.187
Skipting hagnaðar                                                  
Eigendur móðurfyrirtækisins                    2.318          7.187
Hlutdeild minnihluta                               0              0
Hagnaður tímabilsins                           2.318          7.187
Handbært fé frá rekstri                        3.939          2.957
Efnahagsreikningur                         31.3.2011     31.12.2010
Fastafjármunir                               284.823        278.270
Veltufjármunir                                11.299          8.270
Eignir                                       296.122        286.540
Eigið fé                                      55.165         52.847
Langtímaskuldir og skuldbindingar            211.037        212.162
Skammtímaskuldir                              29.921         21.531
Eigið fé og skuldir                          296.122        286.540
Kennitölur                                                         
Veltufjárhlutfall                               0,38           0,38
Eiginfjárhlutfall                              18,6%          18,4%