2016-10-31 18:30:17 CET

2016-10-31 18:30:17 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Reglur nr. 892/2016 um breytingu á reglum nr. 490/2016, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum


Til upplýsinga voru birtar í dag á vef Stjórnartíðinda reglur um breytingu á
reglum Seðlabanka Íslands nr. 490/2016 um bindingu reiðufjár vegna nýs
innstreymis erlends gjaldeyris, með síðari breytingum. Með reglunum voru gerðar
breytingar á 2. og 3. gr. reglnanna. Í fyrsta lagi eru gerðar breytingar á
bindingargrunni skv. 1., 3. og 4. tölul. 2. gr. reglnanna þar sem innstæður í
innlendum gjaldeyri eru einungis háðar bindingarskyldu þegar ársvextir eru
3,00% eða hærri. Þetta er til samræmis við breytingar sem gerðar voru á
bindingargrunni skv. 2. og 5. tölul. 2. gr. reglnanna með reglum nr. 537/2016,
um breytingu á reglum nr. 490/2016, sem tóku gildi hinn 15. júní 2016. Í öðru
lagi er tilvísun til 13. gr. f laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, í 2. tölul.
2. gr. reglnanna felld brott til samræmis við nýlegar breytingar á lögunum. Í
þriðja lagi eru gerðar breytingar á bindingargrunni skv. 3. og 5. tölul. 2. gr.
reglnanna sem snýr að því að undanþiggja fjárfestingar í hlutdeildarskírteinum
tiltekinna sjóða frá bindingarskyldu samkvæmt ákvæðunum. Þá eru í fjórða lagi
gerðar  breytingar á orðalagi 4. tölul. 2. gr. reglnanna til áréttingar sem
hafa ekki efnislega breytingu í för með sér. Að lokum er einstaklingum veitt
undanþága frá bindingarskyldu upp að nánar tilgreindu fjárhæðarmarki skv. 3.
gr. reglnanna, að því tilskildu að þeir séu raunverulegir eigendur umræddra
fjármuna. 

Hjálagt er afrit af reglunum á íslensku og með enskri þýðingu. Reglurnar má
sömuleiðis finna á vefsíðu Stjórnartíðinda, sbr. eftirfarandi vefslóð:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=2901dba6-c3c3-4fd4-8f1e-7c87
887a52ce 

Öllum spurningum og athugasemdum í tengslum við framangreindar breytingar má
beina á netfangið hb24@sedlabanki.is.