2016-09-01 22:57:27 CEST

2016-09-01 22:57:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Moody’s hækkar lánshæfiseinkun Íslands í A3 með stöðugum horfum.


Matsfyrirtækið Moody’s hefur í dag hækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um
tvö þrep í A3 úr Baa2. Horfur eru stöðugar. Með þessari ákvörðun er lokið
endurskoðun til hækkunar sem hófst 10. júní, 2016. 

Hækkun um tvö þrep endurspeglar hraða og umfang bata þjóðarbúskaparins eftir
bankakreppuna 2008. Samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum leiddi til
verulegrar lækkunar á skuldum ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody’s býst við að
sú þróun haldi áfram og staðfestist með ráðstöfun fjármuna frá þrotabúum föllnu
bankanna á næstu árum.Varfærin en stöðug framvinda í meðhöndlun á vandamálum
bankakerfisins og losun hafta hefur verulega dregið úr áhættu fyrir efnahags-
og fjármálastöðugleika í lokaáfanganum í losun hafta. 

Stöðugar horfur endurspegla jafnvægi áhættuþátta sem Moody’s lítur til í
einkunnagjöfinni næstu tvö árin. Þar vegast á jákvæð áhrif af hóflegum en
stöðugum hagvexti ásamt áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum á móti áhættu af
endanlegri losun hafta, mögulegum þrýstingi á efnahag og fjármál vegna mikils
innflæðis fjármagns og spennu á  vinnumarkaði auk framvindu í stjórnmálum.