2013-05-28 15:51:33 CEST

2013-05-28 15:52:33 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2013-05-28 15:51 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Alþjóðlegur gerðardómur
hefur komist að niðurstöðu í máli HS Orku gegn Norðuráli og Orkuveitu
Reykjavíkur. Orkuveitan mun í framhaldinu krefja Norðurál um greiðslu. Samkvæmt
árshlutauppgjöri Orkuveitunnar F1 2013, dags. 17. maí sl., voru eftirstöðvar
kröfunnar þ. 31. mars 748 milljónir króna. 

Norðurál hefur frá 1. október 2011 skert samningsgreiðslur á raforku frá
Orkuveitunni og HS Orku. HS Orka höfðaði mál gegn Norðuráli vegna skerðinganna
og var Orkuveitunni stefnt inn í málið þar sem hún er aðili samningsins.