2016-11-28 16:17:58 CET

2016-11-28 16:17:58 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Góð rekstrarniðurstaða OR


Sterkari staða krónunnar hefur talsverð áhrif á heildarniðurstöðuna |
Stöðugleiki í tekjum, gjöldum og niðurstöðu reksturs | Veitugjöld lækka um
áramót 

Reykjavík, 2016-11-28 16:16 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Afkoma Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) er traust og góð. Tekjur eru stöðugar sem og gjöld en áhrifa
nýlegra kjarasamninga gætir nokkuð í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins
2016. Rekstrarhagnaður (EBIT) og framlegð (EBITDA) eru svipuð og á sama
tímabili síðustu ár. Styrking gengis íslensku krónunnar hefur jákvæð áhrif á
hvort tveggja rekstrarniðurstöðu tímabilsins og skuldastöðuna í lok þess. 

Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða króna frá áramótum. Þar af hefur
styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda. Þessi fjárhæð
færist OR til tekna og rekstrarniðurstaða tímabilsins er hagnaður sem nemur 9,4
milljörðum króna. 

Árshlutareikningur samstæðu OR fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016 var
samþykktur af stjórn fyrirtækisins í dag. 

Gjaldskrárlækkun um áramót

Í gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur er
dótturfyrirtæki OR sem sér um rekstur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og
rafveitu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Sparnaður í rekstrinum gerir
fyrirtækinu kleift að lækka gjaldskrá rafmagnsdreifingar um 5,8%. Rafveita
Veitna þjónar Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ, Kópavogi og meirihluta
Garðabæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna lækkar um allt að 11,2% en miklar
fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum leyfa ekki lækkun á þeim gjaldskrám. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri

Viðskiptavinir okkar njóta árangurs í rekstri samstæðunnar um áramótin með
lækkuðum gjöldum fyrir hluta veituþjónustunnar. Sparnaður í rekstrinum gerir
okkur skylt að skila ávinningnum til viðskiptavina þeirra veitna sem standa
best. Þannig virkar veitureksturinn. Verð á þjónustu sem seld er í samkeppni
við aðra lýtur öðrum lögmálum. Á þeim mörkuðum getur fólk flutt viðskipti sín
annað ef við stöndum okkur ekki. 

Rekstraryfirlit stjórnenda

Fjárhæðir eru í milljónum króna  F3 2012  F3 2013  F3 2014  F3 2015   F3 2016 
------------------------------------------------------------------------------
                                                                              
------------------------------------------------------------------------------
Rekstrartekjur                    27.286   28.806   26.960    28.951    29.921
------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarkostnaður                (9.449)  (9.794)  (9.195)  (10.718)  (11.785)
------------------------------------------------------------------------------
þ.a. orkukaup og flutningur      (3.490)  (3.902)  (3.644)   (4.645)   (4.555)
------------------------------------------------------------------------------
                                                                              
------------------------------------------------------------------------------
EBITDA                            17.838   19.012   17.766    18.234    18.136
------------------------------------------------------------------------------
Afskriftir                       (6.862)  (6.251)  (6.510)   (7.172)   (7.584)
------------------------------------------------------------------------------
Rekstrarhagnaður EBIT             10.976   12.762   11.256    11.061    10.551
------------------------------------------------------------------------------
                                                                              
------------------------------------------------------------------------------
Afkoma tímabilsins                 2.580    5.796    7.879     3.093     9.368
------------------------------------------------------------------------------
                                                                              
------------------------------------------------------------------------------
Sjóðstreymi:                                                                  
------------------------------------------------------------------------------
Greidd vaxtagjöld                (3.869)  (3.448)  (3.420)   (3.181)   (2.600)
------------------------------------------------------------------------------
Handbært fé frá rekstri           15.572   16.934   17.885    18.126    17.305
------------------------------------------------------------------------------




         Nánari upplýsingar:
         Ingvar Stefánsson
         Framkvæmdastjóri Fjármála OR
         516 6100