2012-02-15 17:01:22 CET

2012-02-15 17:02:24 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Útgáfa á RIKS 30 0701 í tengslum við gjaldeyrisútboð


Í dag 15. febrúar fór fram gjaldeyrisútboð hjá Seðlabanka Íslands þar sem
bankinn bauðst til þess að kaupa evrur gegn afhendingu á ríkisbréfum í
verðtryggða flokknum RIKS 30 0701. Aðgerðin sem er liður í losun hafta á
fjármagnsviðskiptum mun draga úr árlegri endurfjármögnunarþörf ríkissjóðs.
Samtals voru seld bréf í flokknum fyrir kr. 17.050.925.408 að nafnverði. 

Samþykkt gengi evru gangvart krónur var 240 í útboðinu.

Þann 9. febrúar var tilkynnt um fast verð bréfanna sem er 115,675833 kr. pr.
nafnverðseiningu með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) miðað við
uppgjörsdag 17. febrúar 2012 (krafa 2,50%)1 





[1]Verð með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) gefur ávöxtunarkröfu
2,50% og hreint verð (e. clean price) 110,930