2013-07-02 12:04:18 CEST

2013-07-02 12:05:19 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Skuldabréf Arion banka í norskum krónum tekin til viðskipta í Kauphöllinni í Osló í dag


Skuldabréf Arion banka hf. í norskum krónum verða tekin til viðskipta í
Kauphöllinni í Osló í dag, 2. júlí 2013. 

Heildarútgáfa skuldabréfaflokksins er 500 milljónir norskra króna að nafnvirði
(um 11,2 milljarðar íslenskra króna), bréfin bera fljótandi vexti 5,00% ofan á
NIBOR og eru til þriggja ára með lokagjalddaga árið 2016. 

Ísland er heimaríki Arion banka og Noregur er gistiríki bankans vegna þessarar
útgáfu, sbr. 3. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. 

Umsjónaraðili útgáfunnar er Pareto Öhman.

Útgáfan er sú fyrsta sinnar tegundar hjá íslensku fjármálafyrirtæki frá árinu
2007. 



Nánari upplýsingar veitir: Bára Mjöll Þórðardóttir, samskiptasviði Arion banka,
bara.thordardottir@arionbanki.is, s: 856 7159