2024-05-06 17:40:00 CEST

2024-05-06 17:40:03 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Icelandair: Yfir ein milljón farþega á fyrstu fjórum mánuðum ársins


Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, 4% fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. Í mánuðinum voru 27% farþega á leið til landsins, 17% frá landinu, 49% voru tengifarþegar og 7% ferðuðust innanlands.

Framboð jókst um 11% frá apríl á síðasta ári og farþegaflutningar mældir í tekjufarþegakílómetrum jukust um 8%. Sætanýting var 81% og stundvísi var 88,3%, 7,8 prósentustigum hærri en í apríl 2023.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Í apríl fluttum við þrjú hundruð þúsund farþega og það sem af er ári hafa farþegar verið yfir ein milljón talsins. Þetta er heilbrigður vöxtur farþega en fækkun farþega til og frá landinu í mánuðinum skýrist af því að páskarnir voru í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Eftirspurn í tengiflugi heldur áfram að vera sterk og næstum helmingur farþega okkar voru tengifarþegar, samanborið við 40% í fyrra. Þessar tölur sýna skýrt sveigjanleikann í leiðakerfinu okkar og hvernig við getum með öflugri tekjustýringu fært framboðið til þeirra markaða þar sem eftirspurnin er sterkust á hverjum tíma. Ég er mjög ánægður að sjá áframhaldandi góða stundvísi. Hún skýrist af skýrum áherslum félagsins og frábærri vinnu Icelandair teymisins.

Í maí kynnum við þrjá nýja sumaráfangastaði. Þann 1. maí hófum við flug til Færeyja og síðar í mánuðinum hefjum við flug til Pittsburgh og Halifax.“