2016-05-10 23:45:01 CEST

2016-05-10 23:45:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
HS Orka hf. - Ársreikningur

HS Orka hf. birtir árshlutareikning fyrir fyrsta ársfjórðung 2016


Fréttatilkynning



                                                      Reykjanesbær, 10. maí 2016



HS Orka hf. birtir árshlutareikning fyrir fyrsta ársfjórðung 2016



Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins
fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi
við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum.
Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is 

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

Hagnaður tímabilsins nam 465 milljónum en á sama tímabili 2015 var tap af
rekstri 321 milljón. Rekstartekjur námu 1.863 milljónum (Q1 2015: 2.076
milljónir) Helsta skýring á lækkun rekstrartekna er lækkun álverðs og minni
sala rafmagns til fiskimjölsverksmiðja vegna lakrar loðnuvertíðar. 

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 189 m.kr. en voru neikvæðir um 1.018 m.kr. á
sama tímabili  árið 2015. Hækkun á virði afleiða (framtíðarvirði
orkusölusamninga sem tengjast álverði) er 194 m.kr. á árinu en lækkaði einnig
um 604 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2015. Áhrif gengisbreytinga voru
jákvæð um 82 m.kr. en voru neikvæð um 388 m.kr. á sama tímabili 2015. 

Heildarhagnaður nam 450 milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2016 samanborið við tap
upp á 374 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins 2015. 

Eiginfjárhlutfall 31. mars 2016 er áfram mjög hátt eða 60,2% en var í árslok
2015 58,6%. 



Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 855
9301.