2010-03-31 17:38:34 CEST

2010-03-31 17:39:33 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Skilmálar um verðbréfalán til aðalmiðlara


Skilmálar um verðbréfalán til aðalmiðlara
Fyrirgreiðsla Seðlabanka Íslands til aðalmiðlara ríkisverðbréfa

1. Verðbréf til láns
Hæf lánsbréf eru allir flokkar ríkisbréfa.
Lánalínur miðast við heildarstöðu útistandandi verðbréfaláns í hverjum flokki,
á hverjum tíma til hvers aðalmiðlara. Hámarkslán til hvers aðalmiðlara í
hverjum flokki ríkisbréfa er 3 ma.kr. að nafnverði. Undantekning frá þessu er
að hámarkslán í flokknum RIKS 21 0414 er þó 1 ma.kr. að nafnverði en hækkar í 2
ma.kr. þegar útgáfustærð flokksins hefur náð 20 ma.kr að nafnverði. Lánsfjárhæð
í hverjum flokki þarf að hlaupa á heilum milljónum að nafnverði. Hæfar
tryggingar vegna verðbréfalána umfram 1,2 ma.kr. að nafnverði eru einungis bréf
útgefin af ríkissjóði. 

2. Þóknun
Þóknun tekur mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, sem eru settir fram sem
nafnvextir. Seðlabanki Íslands afhendir lánsbréf þar sem forvextir eru
reiknaðir út frá 0,10% álagi ofan á stýrivexti hans og fær verðbréf til
tryggingar þar sem forvextir eru reiknaðir út frá 0,10% frádragi af
stýrivöxtunum. Samtals þóknun er því 0,20% á ári. 

3. Afgreiðslugjald
Tekið er 15.000 kr. afgreiðslugjald af hverjum samningi.

4. Gildistaka og breytingar
Skilmálar þessir gilda frá og með 6. apríl 2010 og um leið falla eldri
skilmálar dags. 3. júní 2009 úr gildi. Seðlabanki Íslands áskilur sér rétt til
breytinga. Slíkar breytingar verða birtar í fréttakerfi NASDAQ OMX á Íslandi og
á heimasíðu Seðlabanka Íslands undir Lánamál ríkisins