2024-05-13 17:18:00 CEST

2024-05-13 17:18:01 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Kaupréttaráætlun starfsfólks


Í samræmi við starfskjarastefnu Arion banka hf. er í gildi kaupréttaráætlun á grundvelli 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem samþykkt var á aðalfundi bankans árið 2020 með síðari breytingum.

Kaupréttaráætlunin gildir til fimm ára frá árinu 2021 til ársins 2026 og nær til allra fastráðinna starfsmanna bankans og dótturfélaganna Varðar trygginga hf. og Stefnis hf. og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni samstæðunnar. Tilkynnt var um framkvæmd kaupréttaráætlunarinnar og breytingar á henni þann 9. febrúar 2021, 18. febrúar 20229. maí 2022, 20. febrúar 2023, 15. maí 2023 og 20. febrúar 2024.

Í kjölfar nýtingar kauprétta nú í maí og gerð nýrra kaupréttarsamninga, eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk bankans og dótturfélaga sem ná til samtals 8.571.820 hluta á ári til ársins 2026. Kaupgengi hlutanna skiptist þannig að gildandi eru árlegir kaupréttir að 2.739.267 hlutum á genginu 95,5, að 653.102 hlutum á genginu 140,56, að 167.410 hlutum á genginu 143,36, að 4.212.683 hlutum á genginu 153,75 og 799.358 hlutum á genginu 155,75. Heildarfjöldi starfsfólks bankans og dótturfélaga með gilda kaupréttarsamninga eru 766.