2024-07-05 17:10:00 CEST

2024-07-05 17:10:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Viðskipti félags með eigin bréf

Arion Banki: Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir heimild fyrir endurkaupum eigin hlutabréfa


Þann 1. júlí 2024 veitti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Arion banka heimild fyrir allt að 7,5 milljarða króna endurkaupa eigin hluta og lækkunar hlutafjár.

Í samræmi við beiðni Arion banka er hluti ofangreindrar heimildar til endurkaupa, að andvirði 5 milljarða króna eða sem samsvarar um 38,46 milljónum hluta, veitt með fyrirvara og bundin því skilyrði að heimildin verði eingöngu nýtt til endurkaupa hluta sem samsvara því viðbótar eigin fé sem myndast við útgáfu hlutafjár komi til nýtingar áskriftarréttinda ARIONW24 (ISIN IS0000032761) í ágúst 2024. Af því leiðir að möguleg endurkaup á grundvelli skilyrtu heimildarinnar hafa ekki áhrif á eiginfjárstöðu bankans þar sem þau koma á móti auknu eigin fé. Sá hluti skilyrtu heimildarinnar, sem kann að vera umfram fjölda útgefinna hluta vegna nýtingar á áskriftarréttindum ARIONW24 á síðasta nýtingartímabili í ágúst nk., virkjast ekki og fellur sjálfkrafa niður án frekari tilkynninga. 

Endurkaupin geta verið í formlegri endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð og/eða á grundvelli almenns tilboðs til hluthafa um kaup bankans á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum.

Bankinn á í dag 44.260.187 eigin bréf og heimildarskírteini sem eru 3,03% af útgefnum hlutum í bankanum.  
Arðgreiðslustefna bankans kveður á um að bankinn greiði 50% af hagnaði í arð til hluthafa en jafnframt leitist bankinn við að greiða umfram eigið fé til hluthafa, með frekari arðgreiðslum og endurkaupum á eigin hlutabréfum. 

Stjórn Arion banka hefur samþykkt endurkaup eigin hluta í samræmi við ofangreint og falið stjórnendum Arion Banka að taka ákvörðun um framkvæmd og tímasetningu endurkaupa.