2009-09-29 10:59:04 CEST

2009-09-29 11:00:05 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um aukna útgáfu ríkissjóðs á innlendum skuldabréfamarkaði


Í ársbyrjun 2009 var tilkynnt um áætlaða útgáfu ríkisbréfa fyrir um 145 ma.kr.
á árinu. Sala ríkisbréfa hefur gengið vel og var markmiði ársáætlunar náð í
ágúst sl. Í ljósi eftirspurnar á markaði eftir óverðtryggðum bréfum er stefnt
að því að auka við útgáfuna um allt að 60 ma. kr. á árinu, ef markaðsaðstæður
leyfa.  Andvirði útgáfunnar verður varið til þess að efla sjóðstöðu ríkissjóðs
í Seðlabanka Íslands. 

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson á alþjóða- og markaðssviði
Seðlabanka Íslands í síma 569 9600.