2018-01-22 17:33:33 CET

2018-01-22 17:34:34 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Ekki gert ráð fyrir sérstakri niðurfærslu vegna gjaldþrotabeiðnar United Silicon hf.


Stjórn United Silicon hf. hefur í dag farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta en United Silicon hefur verið í greiðslustöðvun frá 14. ágúst 2017. Í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2017 voru lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon, þar með talið allt hlutafé bankans í félaginu, færðar niður um 4,8 milljarða króna.

Gjaldþrot félagsins hefur verið yfirvofandi um nokkurt skeið og var tekið tillit til þess möguleika við framangreinda niðurfærslu í 9 mánaða uppgjöri bankans. Gjaldþrot félagsins leiðir því ekki til frekari niðurfærslna hjá bankanum. Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins en bankinn, sem er stærsti kröfuhafi United Silicon, er einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.