2024-07-04 19:02:13 CEST

2024-07-04 19:02:13 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Kvika banki hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Á aðalfundi Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) þann 21. mars 2024 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 10% af útgefnum hlutum í félaginu, m.a. í þeim tilgangi að stjórn gæti komið á formlegri endurkaupaáætlun.

Á grundvelli þeirrar samþykktar ákvað stjórn Kviku þann 4. júlí 2023 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum fyrir allt að 1.000.000.000 kr. að kaupvirði en aldrei fleiri hluti en 100.000.000, í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé bankans. Í dag á Kvika enga eigin hluti.

Landsbankinn hf. („Landsbankinn“) mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð Kviku.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög, þ.m.t. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8. mars 2016, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021 sem tóku gildi á Íslandi 1. september 2021. Þegar ákvarðanir eru teknar, og í framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar, skal fara eftir framangreindum ákvæðum, eins og við á, og gagnsæi tryggt í viðskiptum með eigin bréf tryggt við framkvæmd áætlunarinnar.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er þannig að kaup að nafnvirði hvers dags verða að hámarki 25% af meðaldagsveltu með hlutabréf Kviku á undangengnum 20 viðskiptadögum áður en kaup eru framkvæmd og skal hámarksverð í kaupum vera verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í Kauphöll Nasdaq Iceland. Landsbankinn hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup þann 12. júlí næstkomandi og endurkaupaáætlunin er í gildi til aðalfundar Kviku á árinu 2025 eða þar til endurkaupum að kaupvirði 1.000.000.000 kr. er lokið, hvort sem gerist fyrr.

Viðskipti bankans með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglur.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is