2007-12-13 16:32:29 CET

2007-12-13 16:32:29 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Englanti Islanti
FL GROUP hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjármálaeftirlitið hafnar umsókn FL Group og Jötuns Holding


-Virkur eignarhlutur FL Group í Glitni banka áfram 32,99%-

Fjármálaeftirlitið (“FME“) hefur hafnað sameiginlegri umsókn FL Group og Jötuns
Holding, um heimild til að fara með allt að 39,9% eignarhlut í Glitni banka.
Þann 1.júní 2007, sóttu félögin um heimild FME til að fara með allt að 39,9%
eignarhlut í bankanum, sem kom í kjölfar hluthafasamkomulags þeirra og fól  í
sér samstarf um kjör stjórnarmanna. 

Heimild FL Group til að fara með allt að 33% eignarhlut í bankanum stendur
óbreytt og hefur ákvörðun FME ekki áhrif á þá yfirlýstu stefnu félagsins um að
vera langtíma kjölfestufjárfestir í Glitni. Núverandi eignarhlutur FL Group í
Glitni er 31,97%. 

Samkvæmt yfirlýsingu Jötun Holdings, sem send var FL Group í dag, segir m.a. að
félagið hafi afsalað sér atkvæðisrétti sínum í bankanum og hefur án aðkomu FL
Group hafið viðræður við FME um næstu skref, sem m.a. getur falið í sér minnkun
á eignarhlut Jötuns í bankanum. Samhliða framangreindu ferli hyggjast eigendur
Jötuns skoða mögulega skiptingu eignarhluta félagsins í Glitni á milli sín, en
eignarhlutur einstakra hlutahafa verður eftir sem áður án atkvæðisréttar.
Eignarhlutur Jötuns Holding í bankanum er 6,85% og er félagið í eigu Baugs
Group, Fons og West Coast Capital. 

Yfirlýsing Jötuns Holdings til FL Group er í viðhengi með þessarri frétt.


Nánari upplýsingar veita:

Halldór Kristmannsson
Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs
Sími: +354 591 4400 / 669 4476
Tölvupóstfang: halldor@flgroup.is



Um FL Group

FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið,
FIG, Private Equity og Capital Markets.  FIG hefur umsjón með
áhrifafjárfestingum í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.  Private Equity
heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að
fjárfestingarstefnu félagsins.  Capital Markets svið félagsins hefur umsjón með
markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu-
og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins Höfuðstöðvar FL Group eru í
Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofu í London. FL Group fjárfestir í
félögum um allan heim en leggur sérstaka áherslu á fjárfestingar í Evrópu. FL
Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar
félagsins eru rúmlega 4.000 talsins. 


Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.