2010-11-01 11:29:37 CET

2010-11-01 11:30:36 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Tilboð Marel um endurkaup á MARL 06 1 skuldabréfum


Í kjölfar útgáfu þessarar tilkynningar mun Marel hf. gera eigendum skuldabréfa
sem skráð eru á NASDAQ OMX Nordic Exchange Iceland undir nafninu MARL 06 1
(ISIN No: IS0000012177) („Skuldabréfin””) skilyrt tilboð um endurkaup á
Skuldabréfunum. Verðið sem tilboðið felur í sér er par verð þess dags sem
kaupin fara fram. 

Skuldabréfin eru gefin út á Íslandi í febrúar 2006 með gjalddaga 8. febrúar
2012. Endurkaup Skuldabréfanna eru háð því að Marel útvegi viðunandi fjármögnun
áður en gengið verður frá kaupunum. 

Tilboðið um endurkaup Skuldabréfanna er hluti af áætlun Marel um að tryggja sér
stöðuga og hagkvæma fjármögnun, sem mun auðvelda frekari samþættingu á
starfsemi fyrirtækisins. Marel á um þessar mundir í formlegum viðræðum við
takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins. 

Marel hyggst einnig greiða upp að fullu skuldabréfaflokk MARL 09 1 - sem gefinn
var út árið 2009 og er samkvæmt skilmálum bréfanna uppgreiðanlegur hvenær sem
er fyrir gjalddaga í nóvember 2011 - háð því að viðunandi fjármögnun verði til
staðar. 

Skuldabréfaflokkarnir tveir, MARL 06 1 og MARL 09 1, eru einu eftirstandi
skuldir félagsins í íslenskum krónum. Í lok þriðja ársfjórðungs 2010 var
heildarvirði MARL 06 1 skuldabréfa 21,6 milljónir evra og 
MARL 09 1 skuldabréfa 17,7 milljónir evra. Endurkaup og uppgreiðsla á
útistandandi skuldabréfum miðar að því að draga enn frekar úr gjaldeyrisáhættu
gagnvart íslenskri krónu í efnahagsreikningi félagsins. 

Tilboðslýsinguna, sem hefur að geyma nánari útlistun á skilmálum tilboðsins, er
að finna í viðhengi við þessa tilkynningu. 

Ráðgjafar Marel í endurkaupaferlinu eru H.F. Verðbréf hf. 


Nánari upplýsingar veita:
Einar Pálmi Sigmundsson, H.F. Verðbréf hf., einarpalmi@hfverdbref.is, 
sími: 585 1700 
Andri Guðmundsson, H.F. Verðbréf hf., andri@hfverdbref.is, sími: 585 1700
Jón Ingi Herbertsson, fjárfesta- og almannatengsl, Marel,
jon.herbertsson@marel.com, sími: 563 8451