2007-12-03 10:44:26 CET

2007-12-03 10:44:26 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Hlutafjárútboði lokið


Lokuðu útboði Marel Food Systems hf. (Marel) á nýjum hlutum lauk síðastliðinn
föstudag með góðum árangri. 

Verð nýju hlutanna var 92 krónur á hlut sem samsvarar um 4% afslætti miðað við
lokagengi bréfa Marel á föstudag. Stjórn Marel hefur samþykkt að auka hlutafé
félagsins um 29.800.000 hluti. Heildarafrakstur útboðsins nemur því
2.741.600.000 krónum. 

Nýju hlutirnir svara til 7,97% af heildarhlutafé Marel fyrir
hlutafjárhækkunina. Eftir útboðið verður heildarhlutafé Marel 403.785.697
hlutir. 

Hlutirnir verða greiddir í síðasta lagi 10. desember nk. Gert er ráð fyrir að
nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta Í OMX fimmtudaginn 13. desember 2007. 

Hinir nýju hlutir voru seldir lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum og voru um 2/3
hlutar útboðsins seldir lífeyrissjóðum og um 1/3 öðrum fjárfestum. Allir helstu
íslensku lífeyrissjóðirnir verða nú meðal stærstu hluthafa Marel. 

Landsbanki Íslands hf. hafði umsjón með útboðinu. 

Í kynningu á kaupum Marel á Stork Food Systems þann 29. nóvember kom fram að
Marel hyggðist bjóða út nýtt hlutafé að fjárhæð 147 milljónir evra til að
fjármagna yfirtöku á Stork Food Systems. Með útboðinu sem lauk á föstudag
aflaði Marel sem samsvarar um 30 milljónum evra og breikkaði jafnframt og
stækkaði hluthafahóp félagsins. Fyrirhugað er forgangsréttarútboð á næsta ári
að fjárhæð um 117 milljónir evra. Landsbankinn er umsjónarðili útboðsins og
hefur sölutryggt útboðið að fullu með stuðningi Eyris Invest og Grundtvig
Invest. 

Hörður Arnarson, forstjóri Marel segir: „Það er ánægjulegt að sjá þennan mikla
stuðning fjárfesta við framtíðaráform fyrirtækisins og hvatning fyrir
stjórnendur og starfsmenn í þeim stóru verkefnum sem framundan eru.“