2013-03-06 19:50:41 CET

2013-03-06 19:51:43 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur febrúar 2013


Í febrúar flutti félagið um 104 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir
12% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Framboðsaukning  á milli ára í febrúar
nam 17%. Sætanýting var 73,6% og dróst saman um 1,4 prósentustig á milli ára. 

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 23 þúsund í febrúar sem er
fækkun um 11% á milli ára.  Framboð félagsins í febrúar var dregið saman um 15%
samanborið við febrúar 2012. Sætanýting nam 71,2% og jókst um 2,7 prósentustig
á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 17% á milli ára. 
Fraktflutningar drógust saman 1% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á
hótelum félagsins fjölgaði um 21% miðað við febrúar á síðasta ári.
Herbergjanýting var 70,1% samanborið við febrúar í fyrra er hún nam 69,8%. 



MILLILANDAFLUG                    FEB 13      BR. (%)   ÁTÞ 13      BR. (%)
---------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                   104.360          12%  213.305          14%
Sætanýting                         73,6%  -1,4 %-stig    71,0%  -1,0 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000)    389.952          17%  841.947          20%
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG   FEB 13      BR. (%)   ÁTÞ 13      BR. (%)
---------------------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                    22.977         -11%   44.437          -9%
Sætanýting                         71,2%   2,7 %-stig    68,6%   2,8 %-stig
Framboðnir sætiskm. ('000)         9.831         -15%   19.913         -13%
LEIGUFLUG                         FEB 13      BR. (%)   ÁTÞ 13      BR. (%)
---------------------------------------------------------------------------
Flugvélanýting                     88,3%  -1,0 %-stig    81,3%  -7,6 %-stig
Seldir blokktímar                  2.246         -17%    4.950         -12%
FRAKTFLUTNINGAR                   FEB 13      BR. (%)   ÁTÞ 13      BR. (%)
---------------------------------------------------------------------------
Framboðnir tonnkm. (ATK´000)      11.949          -2%   25.174           5%
Seldir tonnkm. (FTK´000)           7.127          -1%   14.571           4%
HÓTEL                             FEB 13      BR. (%)   ÁTÞ 13      BR. (%)
---------------------------------------------------------------------------
Framboðnar gistinætur             20.720          20%   43.660          22%
Seldar gistinætur                 14.526          21%   25.220          23%
Herbergjanýting                    70,1%   0,3 %-stig    57,8%   0,4 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s:
840-7010