2023-06-06 22:05:00 CEST

2023-06-06 22:05:06 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Alvotech S.A. - Niðurstöður hluthafafundar

Niðurstaða aðalfundar


Aðalfundur Alvotech S.A. („félagsins“) fór fram 6. júní 2023. Fundurinn var haldinn í Lúxemborg, á skrifstofu lögfræðistofunnar Arendt við Avenue John F. Kennedy 41A.  Eftirfarandi eru meginniðurstöður fundarins, en jafnframt er vísað til ítarlegri upplýsinga í enska frumtextanum sem birtist samhliða.

  1. Hluthafar samþykktu reikninga félagins fyrir reikningsárið sem lauk 31. desember 2022.
  2. Hluthafar samþykktu samstæðureikning Alvotech fyrir reikningsárið sem lauk 31. desember 2022.
  3. Hluthafar samþykktu að félagið hafi skilað tapi að fjárhæð 30.521.443 Bandaríkjadalir á fjárhagsárinu sem lauk 31. desember 2022 og að færa tapið yfir til næsta árs.
  4. Hluthafafar samþykktu að leysa fulltrúa í stjórn félagsins (Róbert Wessman, Ann Merchant, Lisu Graver, Lindu McGoldrick, Richard Davies, Tomas Ekman, Faysal Kalmoua og Árna Harðarson) frá ábyrgð og umboði fyrir liðið reikningssár, sem lauk 31. desember 2022 (lat. quitus). Þess ber að geta að stjórnin var kjörin á aðalfundi 15. júní 2023 til þriggja ára.
  5. Hluthafafar samþykktu að endurnýja umboð Deloitte Audit til að starfa sem óháður endurskoðandi félagsins vegna uppgjörs félagsins og samstæðunnar fyrir reikningssárið sem lýkur 31. desember 2023, þar til reikningar hafa verið samþykktir á næsta aðalfundi.
  6. Félagið er bundið af lögum í Lúxemborg sem sett voru 24. maí 2011, með síðari breytingum, varðandi ákveðin réttindi hluthafa á aðalfundi og skyldu til þess að birta starfskjarastefnu fyrir stjórn félagsins. Auk þess að ákvarða stjórnarlaun, þarf stefnan einnig að skilgreina hlutverk starfskjaranefndarinnar og hvernig nefndin er skipuð. Laun stjórnar félagsins eru að hluta föst fjárhæð og að hluta í formi árangurstengdra réttinda í formi hlutabréfa eða kauprétta að hlutabréfum. Aðalfundurinn samþykkti ráðgefandi leiðbeiningar til stjórnar um samþykkt starfskjarastefnu fyrir stjórn félagsins.
  7. Hluthafar samþykktu tillögu um stjórnarlaun og laun fyrir setu í nefndum. Allir stjórnarmenn fá fasta greiðslu að upphæð 50.000 Bandaríkjadalir á ári. Að auki fær stjórnarformaður greiðslu að fjárhæð 20.000 Bandaríkjadalir, og varastjórnarformaður 25.000 Bandaríkjadalir. Föst greiðsla fyrir setu í þremur nefndum vegum stjórnarinnar, þ.e. endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd er 10.000 Bandaríkjadalir fyrir almenna nefndarmenn en 20.000 Bandaríkjadalir fyrir nefndarformann. Greiðsla í formi hlutafjár: Við upphaf stjórnarsetu veitir félagið hverjum óháðum stjórnarmanni rétt til að fá afhent með skilyrðum hlutabréf í félaginu (ens. restricted stock units) að verðmæti 250.000 Bandaríkjadalir. Þessi réttindi virkjast í þremur skrefum, þriðjungur á hverju ári sem liðið er eftir að réttinum var úthlutað. Að auki getur stjórnin borið undir aðalfund tillögu um að úthluta óháðum stjórnarmanni kauprétti að hlutabréfum að fjárhæð allt að 230.000 Bandaríkjadalir. Ef aðalfundur samþykkir slíka tillögu virkjast viðkomandi kaupréttir einnig í þremur skrefum, þriðjungur á hverju ári sem liðið er frá úthlutun.  Viðmiðunarverð kaupréttarins ræðst af gengi hlutabréfa félagsins sama dag og viðkomandi aðalfundur sem úthlutar kaupréttinum er haldinn.    
  1. Hluthafar samþykktu breytingar á samþykktum félagsins í samræmi við tillögur sem birtar hafa verið á vef félagsins á slóðinni https://investors.alvotech.com/corporate-governance/annual-general-meeting-2023 undir yfirskriftinni "Proposed Amended and Restated Articles".

Alvotech fjárfestatengsl
Benedikt Stefansson
alvotech.ir[at]alvotech.com

Viðhengi