2012-03-14 20:05:40 CET

2012-03-14 20:06:42 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Landsbankinn selur 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna


Landsbankinn selur 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna

Útboði á allt að 5% eignarhlut Landsbankans hf. í Marel hf. lauk klukkan 16:00
í dag, miðvikudaginn 14. mars 2012. Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón
með útboðinu fyrir hönd Landsbankans. 

Eftirspurn í útboðinu var mjög góð og óskuðu fjárfestar eftir því að kaupa 74,3
milljónir hluta í Marel, eða sem nemur um 10,1% af heildarhlutafé Marel. Tilboð
bárust í hluti á bilinu 138-142 krónur á hlut, en 88% af fjárhæð tilboða var á
genginu 142 krónur á hlut. 

Sölugengi í útboðinu var ákvarðað 142 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra
tilboða, eftir skerðingu, var 36.778.455 hlutur eða sem samsvarar 5% af
heildarhlutafé Marel. Heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða, eftir skerðingu,
í útboðinu var því rúmlega 5,2 milljarðar króna. 

Öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á sama gengi, þar sem lægsta
samþykkta gengi réð sölugenginu. Samþykkt tilboð sem bárust á sama gengi og
sölugengi voru skert sem nam umframeftirspurn, en þó aldrei niður fyrir 100.000
hluti að nafnverði á hvern fjárfesti. Skerðingin var 52% á þann fjölda hluta 
sem voru umfram 100.000 hluti að nafnverði. Tilboðum sem bárust á lægra gengi
en sölugengi var hafnað. 



Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans:

„Marel er eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi og hefur verið skráð í Kauphöll
frá árinu 1992. Mikil eftirspurn fjárfesta í útboðinu er einkar ánægjuleg, en
Landsbankinn hefur verið stór hluthafi í Marel undanfarin ár og hefur sú eign
skilað bankanum góðri ávöxtun. Við hlökkum til að vinna áfram með Marel sem
lánveitandi og viðskiptabanki félagsins og taka með þeim hætti þátt í að
tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang félagsins.“ 



Útboðið fór fram dagana 13. og 14. mars 2012 og var fjárfestum boðið að gera
tilboð í að lágmarki 100.000 hluti að nafnverði í Marel á verðbilinu 138-142
krónur á hlut. 

Viðskiptadagur útboðsins er 14. mars 2012 og greiðslu- og afhendingardagur
vegna viðskiptanna er mánudagurinn 19. mars 2012. 

Útboðið fór fram í samræmi við útboðsskilmála sem birtir voru í fréttakerfi
NASDAQ OMX á Íslandi hf. og á vefsíðu Landsbankans, www.landsbankinn.is þann
12. mars 2012. Í útboðinu var nýtt undanþáguheimild frá útgáfu lýsingar, í
samræmi við heimild í c-lið. 1. töluliðar, 1. málsgreinar 50. greinar laga nr.
108/2007, um verðbréfaviðskipti. 



Nánari upplýsingar veita:

Helgi Þór Arason, forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans í síma 410-7335

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Markaða og fjárstýringar Landsbankans í
síma 410-7313