2017-03-07 16:41:20 CET

2017-03-07 16:41:20 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Arion Bank hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki kaupir til baka skuldabréf að fjárhæð 7 milljarðar króna


Í dag, 7. mars, keypti Arion banki til baka skuldabréf að nafnvirði 65.000.000
bandaríkjadala, auk áfallinna vaxta, eða sem nemur að jafnvirði um 7 milljörðum
íslenskra króna.  Höfuðstóll skuldabréfsins nam 747.481.000 bandaríkjadölum (97
milljarðar kr.) við útgáfu í janúar 2016. Skuldabréfið er í eigu Kaupþings og
var útgáfa þess liður í aðgerðum sem sneru að losun fjármagnshafta. 
Eftirstöðvar höfuðstóls eftir endurkaup eru 100.000.000 bandaríkjadala (11
milljarðar íslenskra króna).  Endurkaupin eru þáttur í lausafjár- og
skuldastýringu Arion banka. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbankis, s: 856 7108.