2016-04-25 20:20:07 CEST

2016-04-25 20:20:07 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Ársreikningur

Marel 1F 2016: Pro forma rekstrarhagnaður 15% af tekjum og sterk pantanabók


(Allar upphæðir í evrum)


1F 2016 –  Pro forma rekstrarniðurstaða

  --  Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu 233,9 milljónum evra [1F 2015:
     244,1m þar af eru 6 milljónir vegna aflagðrar starfsemi].
  --  Leiðréttur rekstrarhagnaður (EBIT*) á fyrsta ársfjórðungi 2016 var 35,2
     milljónir evra, sem er 15,1% af tekjum [1F 2015: Leiðréttur
     rekstrarhagnaður EBIT** 35,2m og 14,4% af tekjum].
  --  Pantanabókin stóð í 339,9 milljónum evra við lok fyrsta ársfjórðungs 2016
     [1F 2015: 289,3m]

Pro forma rekstrarniðurstaða er samanlagður rekstur Marel og MPS fyrir allan
ársfjórðunginn. Pro forma tölur auðvelda samanburð á undirliggjandi rekstri á
milli tímabila. 


Pantanastaða félagsins er sterk eftir góða sölu sem nemur 254 milljónum evra í
fyrsta ársfjórðungi. Góð dreifing er í sölu á heimsvísu og sömuleiðis á milli
staðlaðrar vöru og stærri verkefna.  Stærri verkefni fyrir viðskiptavini koma
m.a. frá Indlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og Evrópu. Sjóðstreymi var sterkt og
rekstrarniðurstaða góð sem leiðir til þess að skuldahlutfall (nettó
skuldir/EBITDA) er 2,9x sem er í samræmi við markmið félagsins um
fjárhagsskipan. 

Pro forma Tekjur Marel námu 234 milljónum með 15% EBIT*. Yfirtakan á MPS hefur
jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. Sterk pantanabók og tímasetning á
afhendingu á vörum til viðskiptavina gefur til kynna hækkun á tekjum félagsins
á komandi ársfjórðungum. 

Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*)
sameinaðs félags á árinu 2016 til samanburðar við pro forma tekjur á árinu 2015
sem námu 977 milljónum evra og leiðréttan rekstrarhagnað (EBIT) sem nam 133
milljónum evra. 

1F 2016 – Rekstrarniðurstaða samkvæmt reikningsskilum

  --  Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu 220,6 milljónum evra [1F 2015:
     209,3m]
  --  EBITDA á fyrsta ársfjórðungi var 38,2 milljónir evra sem er 17,3% af
     tekjum. [1F 2015: Leiðrétt EBIT-DA** 36,9m, 17,6%].
  --  EBIT* á fyrsta ársfjórðungi 2016 var 31,1 milljónir evra, sem er 14,1% af
     tekjum [1F 2015: Leiðréttur rekstrarhagnaður EBIT** 23,8m, 11,4%].
  --  Hagnaður fyrsta ársfjórðungs 2016 nam 13,8 milljónum evra [1F 2015:
     12,6m. Hagnaður á hlut var 1,93 evru sent [1F 2015: 1,73 evru sent].
  --  Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 27,9 milljónum
     evra á fyrsta ársfjórðungi 2016 [1F 2015: 39,5 milljónir evra].
  --  Pantanabókin stóð í 339,9 milljónum evra í lok fyrsta ársfjórðungs
     samanborið við 178 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs 2015 [4F 2015:
     180,9m].

Marel tók yfir MPS 29.janúar 2016 og innifela reikningsskil félagsins sem nú
eru birt því rekstur MPS í febrúar og mars 2016. 


Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Árið 2016 fer vel af stað. Ég vil bjóða starfsmenn MPS velkomna um borð. Við
höfum frá fyrsta degi unnið sem eitt samheldið teymi. Pantanabók félagsins er
sterk og nemur 340 milljónum evra eftir mjög góða sölu í fyrsta ársfjórðungi
upp á 254 milljónir evra. Samanlögð rekstrarniðurstaða er 15% af tekjum. 

MPS hefur jákvæð áhrif á reksturinn. Við bjóðum nú upp á heildarlausnir og
þjónustu til kjúklinga-, kjöt- og fiskframleiðenda. Sala til kjötiðnaðar var
33% af heildartekjum með framúrskarandi rekstrarniðurstöðu. 

Sterk pantanabók og tímasetning á afhendingu á vörum til viðskiptavina gefur
til kynna hækkun á tekjum félagsins á komandi ársfjórðungum. Við gerum ráð
fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags
á árinu 2016 til samanburðar við pro forma tekjur á árinu 2015 sem námu 977
milljónum evra og leiðréttan rekstrarhagnað (EBIT) sem nam 133 milljónum evra“. 

Horfur
Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*)
sameinaðs félags á árinu 2016 til samanburðar við pro forma tekjur á árinu 2015
sem námu 977 milljónum evra og leiðréttan rekstrarhagnað (EBIT) sem nam 133
milljónum evra. 

Sterkt vöruframboð og markviss markaðssókn ásamt meðbyr á mörkuðum hafa verið
helstu drifkraftar öflugs tekjuvaxtar Marel á síðustu ársfjórðungum. Til meðal
og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða um allan
heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni arðsemi. 
Framtíðar-horfur eru góðar og gert er ráð fyrir því að markaðsvöxtur nemi 4-6%
á næstu árum. Markmið Marel er að halda áfram að vaxa hraðar en markaðurinn. 

Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga
vegna efnahagsþróunar á heims-vísu, sveiflna í pöntunum og tímasetningar stærri
verkefna. 

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta
uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á
heimasíðu Marel: http://marel.com/404?url=/2016Q41 

Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.

Kynningarfundur 26. apríl 2016
Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins þriðjudaginn 26. apríl kl.
8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig
netvarpað: www.marel.com/webcast. 

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2016
 2. ársfjórðungur 2016                                 27. júlí 2016
 3. ársfjórðungur 2016                                 26. október 2016
 4. ársfjórðungur  2016                                1. febrúar 2017

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.
Frekari upplýsingar veita:
Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta. Símar: 563-8626
og 853-8626