2016-05-04 15:07:20 CEST

2016-05-04 15:07:20 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Arion banki greiðir niður skuldabréf um 31 milljarð króna


Þann 6. maí mun Arion banki greiða niður skuldabréf um 252.697.000
Bandaríkjadali, auk áfallinna vaxta, eða sem nemur um 31 milljarði íslenskra
króna. Skuldabréfið nam 747.481.000 Bandaríkjadölum (97 milljarðar kr.) þegar
það var gefið út í upphafi árs. Skuldabréfið er í eigu Kaupþings og var útgáfa
þess  liður í aðgerðum sem snéru að afnámi fjármagnshafta. 

Greiðslan er í samræmi við ákvæði skuldabréfsins sem kveða á um að Arion banki
skuli greiða inn á bréfið gefi bankinn út skuldabréf í erlendri mynt eins og
gert var þann 26. apríl þegar Arion banki gaf út skuldabréf að upphæð 300
milljónir evra. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbankis, s: 856 7108.