2013-04-29 17:49:16 CEST

2013-04-29 17:50:17 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Skiptigengi í gjaldeyrisútboði


Samkvæmt tilkynningu Lánamála ríkisins þann 26. apríl sl. varðandi
gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands sem haldið verður á morgun kom fram að
skiptigengi á fjölda eininga ríkisverðbréfa í flokki RIKS 33 0321 pr. evru
byggi á hreina verðinu 103,0. Ennfremur kom fram að nánari upplýsingar um
skiptaverð þ.e. verð með áföllnum vöxtum og verðbótum myndi liggja fyrir í dag
eftir birtingu Hagstofu Íslands á neysluverðsvísitölu fyrir apríl. 

Ákveðið hefur verið að skiptigengi á fjölda eininga ríkisverðbréfa pr. evru
byggist á útboðsverðinu og föstu verði ríkisverðbréfsins, sem er 108,960348 kr.
pr. eining af ríkisverðbréfinu með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty
price) miðað við uppgjörsdag  3. maí 2013 (ávöxtunarkrafa 2,80%). 1 

Formúlan er eftirfarandi: Skiptigengi = útboðsverð/(verð ríkisverðbréfs/100).





 1 Hreint verð (e. clean price) er 103,0.