2010-03-09 17:33:36 CET

2010-03-09 17:34:37 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Útboð ríkisbréfa RIKB 11 0722 og RIKB 25 0612


Föstudaginn 12. mars kl. 11:00 fer fram útboð með tilboðsfyrirkomulagi hjá
Lánamálum ríkisins. 

Í þessu útboði verða seld bréf í RIKB 11 0722 og RIKB 25 0612.  Heildarfjárhæð
samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði. 

Lánamál ríkisins áskilur sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð
sem berast, hluta eða hafna þeim öllum.  Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa
er heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir
fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að nafnvirði. 

Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast aðalmiðlurum á
sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ræður söluverðinu. Að
öðru leyti er vísað í útboðsskilmála sem fylgja þessari frétt. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er miðvikudaginn 17. mars 2010.



Fjárfestar sem eiga bréf í RIKB 10 0317 og hafa áhuga á að endurfjárfesta í
öðrum ríkisbréfum eru sérstaklega hvattir til þess að taka þátt í þessu útboði
með því að hafa samband við næsta banka. 

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins, í síma 569
9633.