2015-09-08 15:00:00 CEST

2015-09-08 15:00:02 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Fjárlagafrumvarp 2016


  -- Hallalaus ríkissjóður þriðja árið í röð
  -- Tollar afnumdir, t
ekjuskattur einstaklinga lækkar
  -- Elli- og 
örorkulífeyrir h
æ
kkar
  -- Framlö
g til h
úsnæðismála aukin
  -- Skuldahlutfö
ll r
íkissjóð
s l
æ
kka
  -- Velferðarkerfið styrkt, heilsug
æ
sla efld
  -- Aukin framlö
g til n
ýsköpunar og þróunar
  -- Betri horfur efnahagslífs með 
áæ
tlun um losun hafta

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 hefur verið lagt fram á Alþingi. Gert er ráð
fyrir 15,3 mia.kr. afgangi og er þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til
fjárlaga er hallalaust. Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um
73 mia.kr sem er meira en í flestum öðrum löndum um þessar mundir. 

Kaupmáttur hefur aukist hratt, með lítilli verðbólgu, hækkandi launum,
niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda. Áfram
verður haldið á þessari braut. Afnám tolla, lækkun tekjuskatts einstaklinga og
niðurgreiðsla skulda ásamt vaxandi rekstrarafgangi er meðal þess sem hæst ber.
Einnig er gert ráð fyrir nýju 2,6 mia.kr framlagi til húsnæðismála og minni
skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til
heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. 

Afnám tolla

Breytingar á skattkerfinu á árinu 2016 miða að því að bæta enn frekar lífskjör
á Íslandi og auka um leið skilvirkni kerfisins. Stærsta breytingin snýr að
tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Stefnt er að því að
tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót. Þá er jafnframt áformað
að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af
1. janúar 2017. 

Niðurfelling tolla hefur umtalsverð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala
neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1%  lækkun árið
2017. Ráðstöfunartekjur heimila hækka með þessu en aðgerðinni er jafnframt ætla
að stuðla að að samkeppnishæfari verslun á Íslandi. Alls lækkar bein álagning
af hálfu ríkisins á innfluttar vörur um 4,4 milljarða króna. 

Frekari upplýsingar eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu

Fjárlagafrumvarp 2016 er hægt að nálgast á http://www.fjarlog.is