2016-03-02 19:42:43 CET

2016-03-02 19:42:43 CET


REGLERAD INFORMATION

Isländska Engelska
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Helstu niðurstöður Aðalfundar Marel


Aðalfundur Marel var haldinn í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ 2. mars 2016.
Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar samhljóða. 

Ávarp stjórnarformanns

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel talaði um þá kraftmiklu
hvata sem eru undirliggjandi í rekstrarumhverfi Marel í erindi sínu.
Fólksfjölgun, þéttbýlisvæðing, sjálfbærni og breytt neyslumynstur eru meðal
þeirra hvata sem munu í framtíðinni drífa áfram hagvöxt sem og þróun og
framgang í þeim iðnaði sem Marel starfar í. Ásthildur tók einnig saman
rekstrarniðurstöðu Marel og áfanga sem náðust á árinu 2015 þar með talið hversu
vel áætlun um einfalda og skilvirkara Marel gekk og einnig þá stefnumarkandi
ákvörðun að kaupa MPS Meat processing systems. 

Stjórnarformaðurinn talaði fyrir þeirri tillögu stjórnar að greiða arð fyrir
árið 2015 sem nemur 20% af  hagnaði ársins. “Stjórn Marel er ánægð með að
leggja til heildararðgreiðslu til hluthafa sem nemur €11,3 milljónum. Þetta er
til samræmis við arðgreiðslustefnu félagsins,“ sagði hún. 

Í erindi sínu talaði Ásthildur um þær áskoranir sem bíða Marel, neytenda og
fyrirtækja almennt í framtíðinni. „Sú áskorun að mæta vaxandi neysluþörf á
hagkvæman, skilvirkan og sjálfbæran hátt býr til ótal tækifæri fyrir Marel og
viðskiptavini okkar. Okkar verkefni er að finna framúrstefnulegar leiðir til að
draga úr sóun í framleiðsluferlinu og koma með nýja tækni sem mun auka framboð
á gæðamatvælum sem framleidd eru með minni orku en áður. Árið 2015 settum við
okkur skýra framtíðarsýn varðandi samfélagslega ábyrgð“, sagði Ásthildur. 

Ávarp forstjóra

“2015 var frábært ár fyrir Marel. Tveggja ára áætlun okkar um einfaldara og
skilvirkara Marel hefur nú runnið sitt skeið og skilað miklum árangri, sem m.a.
má sjá í hagræðingu á vöruframboði og framleiðslu-einingum félagsins auk þess
sem reksturinn hefur verið straumlínulagaður. Á sama tíma tókst okkur að
þjónusta viðskiptavini enn betur sem skilaði 15% aukningu í tekjum og
rekstrarhagnaði upp á 100 milljónir evra, samanborið við 49 milljónir evra árið
2014,” sagði Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel í erindi sínu á aðalfundi
Marel. 

Árni talaði einnig um þann árangur sem hefur náðst í áætlun um einfaldara og
skilvirkara Marel (e. simpler, smarter, faster) sem hefur nú verið lokið með
góðum árangri. Hann  talaði einnig um kaupin á MPS sem munu styrkja stöðu Marel
sem alþjóðlegs leiðtoga í framleiðslu og þjónustu á kerfum til vinnslu á
kjúklingi, kjöti og fiski. „Þetta er algjörlega í takt við okkar stefnu“, sagði
Árni. Hann kynnti einnig þær breytingar sem kynntar voru á markaðssetningu
Marel (e. corporate identity) í dag. Breytingarnar miða að því að einfalda og
styrkja markaðssókn Marel og styðja við vöxt og velgengni félagsins til
framtíðar. Allir 4.600 starfsmenn Marel eru nú sameinaðir undir vörumerki
Marel, með eitt slagorð og endurskilgreinda framtíðarsýn og gildi. Að lokum
talaði Árni um þær breytingar í skipulagi og framkvæmdastjórn félagsins sem
tilkynntar voru fyrr í dag. „Marel hefur nú breytt skipulagi sínu og mun í
framtíðinni birta rekstrarniðurstöður fyrir þrjá iðnaði í stað fjögurra áður.
Héðan í frá munu viðskiptavinir Marel vinna með Marel Poultry, Marel Meat og
Marel Fish og munu iðnaðarnir þrír bjóða heildarlausnir frá frumvinnslu til
seinni stiga vinnslunnar og fullvinnslu. Fullvinnsla verður til áfram sem
eining innan Marel sem mun vinna þvert á iðnaðina þrjá: kjúkling, kjöt og fisk. 

Ársreikningur samþykktur

Fundurinn samþykkti samhljóða ársreikning og skýrslu stjórnar og forstjóra
fyrir árið 2015. Allar tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar
samhljóða. 

Stjórn Marel endurkjörin

Stjórn Marel var endurkjörin og hana skipa: Ástvaldur Jóhannsson, Ólafur
Guðmundsson , Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdottir, Ann Elizabeth
Savage, Helgi Magnússon og Margrét Jónsdottir. 

Ný stjórn Marel hefur komið saman og skipt með sér verkum. Ásthildur Margrét
Otharsdóttir verður áfram stjórnarformaður og Arnar Þór Másson er varaformaður
stjórnarinnar 

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um aðalfundinn og niðurstöður hans eru aðgengilegar á
Marel.com og á upplýsingasíðu aðalfundar 2016 http://www.marel.com/agm.
Myndbandsupptaka af fundinum verður aðgengileg fljótlega á upplýsingasíðu
aðalfundar.

AGM 2016 - CEO - FINAL.pdf