2011-12-16 16:45:28 CET

2011-12-16 16:46:30 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
HS Orka hf - Fyrirtækjafréttir

Samningur og viljayfirlýsing


Fréttatilkynning

16. desember 2011



Þann 11. nóvember s.l. undirrituðu Reykjanesbær og Ríkissjóður Íslands samning
um sölu Reykjanesbæjar á landi og auðlindum á Reykjanesi til ríkissjóðs. Í
samræmi við ákvæði sölusamnings frá 17. júlí 2009, þegar HS Orka seldi
Reykjanesbæ þetta land og auðlind, þá voru þessi viðskipti nú háð samþykki HS
Orku. HS Orka hefur nú gengið frá samningi við Reykjanesbæ og undirritað
viljayfirlýsingu við ríkissjóð sem tryggja að hagsmunir fyrirtækisins skaðist
ekki vegna þessara viðskipta. 

Málsaðilar munu nú hefja samningaviðræður um fyrirkomulag á nýtingu
jarðhitaréttinda á umræddu svæði og er stefnt að því að samningum verði lokið
eigi síðar en 1. júlí 2012. 



Júlíus Jónsson,

forstjóri,