2008-04-21 17:29:32 CEST

2008-04-21 17:30:32 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel Food Systems hf. - Fyrirtækjafréttir

Samkeppnisyfirvöld heimila kaup Marel Food Systems hf. á Stork Food Systems


Þann 28. nóvember 2007 tilkynnti Marel Food Systems hf. að félagið hefði náð
samkomulagi við Stork N.V. um kaup á Stork Food Systems.  Kaupverðið var 415
milljónir evra. Kaupin voru gerð með fyrirvara um: 

• Að yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um kaup á öllum hlutum í Stork N.V.
  yrði skilyrðislaust 
• Umsögn Stork Works Council
• Samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda

Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa nú samþykkt án athugasemda kaup Marel Food
Systems hf. á Stork Food Systems. Yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um
kaup á öllum hlutum í Stork N.V. var lýst skilyrðislaust þann 17. janúar 2008.
Einnig hafa kaupin fengið jákvæða umsögn Stork Works Council. Með þessum
niðurstöðum hefur öllum fyrirvörum í kaupsamningi Marel Food Systems hf. og
Stork N.V. verið aflétt. 

Marel Food Systems hf. hefur fjármagnað kaupverðið að fullu með lánsfé og
útgáfu nýrra hluta, sölutryggðum af Landsbanka Íslands hf., með stuðningi frá
stærstu hluthöfum félagsins. Stefnt er að útboði á nýjum hlutum í Marel Food
Systems hf. til forgangsréttarhafa á öðrum ársfjórðungi 2008. 

Sameinuð verða fyrirtækin í fararbroddi í framleiðslu hátæknibúnaðar fyrir
matvælavinnslu á heimsvísu. Samanlögð velta þeirra er 660 milljónir evra og
starfsmenn samstæðunnar yfir fjögur þúsund. Marel Food Systems hefur nú stærð
og burði til að sækja af krafti inn á nýja markaði og er betur í stakk búið til
að sinna stórum alþjóðlegum viðskiptavinum. 

Frekari upplýsingar fást hjá:
Herði Arnarsyni, forstjóra Marel Food Systems hf., í síma 563 8072.