2011-11-28 13:40:38 CET

2011-11-28 13:41:40 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Ársreikningur

Árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. september 2011


Reykjavík, 2011-11-28 13:40 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Regluleg starfsemi
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skilaði betri afkomu fyrstu níu mánuði þessa árs en
í fyrra. Það má rekja til aukinna tekna og aðhalds í rekstri. Handbært fé frá
rekstrinum nam 14,1 milljarði króna og hækkaði um 4,3 milljarða króna frá sama
tímabili 2010. 

Óhagstæð gengisþróun og lækkun álverðs á fyrstu níu mánuðum ársins hafði
verulega neikvæð áhrif á fjármagnsliði. Afkomuáhrif fjármagnsliðanna sveiflast
um 35,6 milljarða króna milli ára. Því var rekstrartap á tímabilinu 1. janúar
til 30. september 2011 5.344 milljónir króna samanborið við 16.794 milljóna
hagnað á sama tímabili 2010, þegar gengisþróun var hagfelldari en í ár. 

Árshlutareikningur samstæðu OR fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2011
var samþykktur og áritaður af stjórn og forstjóra á fundi stjórnar í dag. 

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

„Það er ánægjulegt hversu vel hefur gengið að ná tökum á rekstrinum og skera
þar niður kostnað. Það er lykilatriði í því að Orkuveitan standi við þá
aðgerðaáætlun sem gerð var í samstarfi við eigendur í vor. Þróun ytri þátta á
borð við álverð og gengi sýnir okkur hinsvegar að fyrirtækið er enn of viðkvæmt
fyrir sveiflum af því tagi.“ 

Helstu niðurstöður tímabilsins 1. janúar til 30. september 2011

Rekstur. Tap varð af rekstri OR á tímabilinu sem nam 5.344 milljónum króna
samanborið við 16.794 milljón króna hagnað á sama tímabili árið 2010. 

Rekstrartekjur tímabilsins námu 24.388 milljónum króna en voru 19.444 milljónir
króna á sama tímabili árið áður. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, var 15.478
milljónir króna en 9.886 milljónir króna sama tímabil árið áður. 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 17.157 milljónir króna á tímabilinu, en voru
jákvæðir um 18.395 milljónir króna sama tímabil árið áður. 

Heildareignir þann 30. september 2011 voru 291.735 milljónir króna en voru
286.540 milljónir króna 31. desember 2010. 

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. september 2011 voru 237.093 milljónir
króna en voru 233.694 milljónir króna í árslok 2010. 

Eigið fé þann 30. september 2011 var 54.642 milljónir króna en var 52.847
milljónir króna 31. desember 2010. 

Eiginfjárhlutfall var 18,7% þann 30. september 2011 en var 18,4% í árslok 2010.

Ýmis mál og horfur

Í mars 2011 samþykktu stjórn fyrirtækisins og eigendur þess aðgerðaáætlun til
áranna 2011-2016 vegna fjárhagsvanda OR. Hún felur í sér verulegan samdrátt og
frestun fjárfestinga, lækkun rekstrarkostnaðar, sölu eigna, hækkun gjaldskrár
og víkjandi lán frá eigendum til fyrirtækisins. 



Orkuveita Reykjavíkur  - árshlutauppgjör 1. janúar til 30. september 2011
Allar tölur eru í milljónum kr.                     2011             2010
Rekstrarreikningur                             1.1.-30.9        1.1.-30.9
-----------------------------------------                                
Rekstrartekjur                                    24.388           19.444
Rekstrargjöld                                    (8.910)          (9.557)
                                         --------------------------------
Rekstrarhagn. f. afskr. (EBIDTA)                  15.478            9.886
Afskriftir                                       (6.178)          (5.936)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)              (17.157)           18.395
Áhrif hlutdeildarfélaga                              (5)               24
                                         --------------------------------
(Tap) hagnaður fyrir skatta                      (7.862)           22.369
Tekjuskattur                                       2.519          (5.575)
(Tap) hagnaður tímabilsins                       (5.344)           16.794
                                         ================================
Skipting (taps) hagnaðar                                                 
Eigendur móðurfyrirtækisins                      (5.344)           16.794
Hlutdeild minnihluta                                   0                0
(Tap) hagnaður tímabilsins                       (5.344)           16.794
                                         ================================
Handbært fé frá rekstri                           14.118            9.827
Efnahagsreikningur                             30.9.2011       31.12.2010
-------------------------------------------------------------------------
Fastafjármunir                                   281.717          278.270
Veltufjármunir                                    10.017            8.270
Eignir                                           291.735          286.540                             ================================
Eigið fé                                          54.642           52.847
Langtímaskuldir og skuldbindingar                214.557          212.162
Skammtímaskuldir                                  22.535           21.531
Eigið fé og skuldir                              291.735          286.540
                                         ================================
Kennitölur                                                               
Veltufjárhlutfall                                   0,44             0,38
Eiginfjárhlutfall                                  18,7%            18,4%






         Bjarni Bjarnason, forstjóri: 516 7707