2014-10-22 18:56:26 CEST

2014-10-22 18:57:27 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Ársreikningur

Afkoma þriðja ársfjórðungs 2014


Söluhæsti fjórðungur frá upphafi- Bætt rekstrarniðurstaða

(Allar upphæðir í Evrum)



  --  Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2014 námu 187,9 milljónum evra [Q3 2013:
     156,9 milljónir evra].
  --  Leiðrétt EBITDA*  á þriðja ársfjórðungi var 25,9 milljónir evra sem er
     13,8% af tekjum. EBITDA var 24,6 milljónir evra sem er 13,1% af tekjum [Q3
     2013: 19,5 milljónir evra].
  --  Leiðréttur rekstrarhagnaður* (adj. EBIT) á þriðja ársfjórðungi var 17,4
     milljónir evra, sem er 9,3% af tekjum. EBIT var 16,1 milljón evra sem er
     8,6% af tekjum [Q3 2013: 12,9 milljónir evra].
  --  Hagnaður þriðja ársfjórðungs 2014 nam 9,8 milljónum evra [Q3 2013: 6,0
     milljónir evra]. Hagnaður á hlut var 1,34 evru sent [Q3 2013: 0,81 evru
     sent á hlut].
  --  Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 29,7 milljónum
     evra á þriðja  ársfjórðungi 2014 [Q3 2013: 3,0 milljónir evra]. Nettó
     vaxtaberandi skuldir í lok fjórðungsins námu  191,3 milljónum evra [Q3
     2013: 239,0 milljónir evra].
  --  Pantanabók stóð í 169,2 milljónum evra í lok þriðja ársfjórðungs 2014 
     samanborið við 156,4 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs [Q3 2013:
     138,3 milljónir evra].


Mótteknar pantanir á þriðja ársfjórðungi námu 201 milljónum evra. Marel seldi
mörg verkefni í tengslum við stækkun og endurnýjun á verksmiðjum viðskiptavina
í Evrópu og Bandaríkjunum.  Á vaxandi nýmörkuðum á borð við Afríku, Asíu og
Suður-Ameríku hefur Marel unnið að uppsetningu fjöldamargra minni og
meðalstórra uppbyggingarverkefna (e. Greenfield). 

Fyrstu níu mánuði ársins hafa tekjur aukist um 4% frá fyrra ári samhliða því
sem rekstrarhagnaður hefur aukist yfir árið.  Það sem af er ári nemur
leiðréttur rekstrarhagnaður 32,7 milljónum evra.  Marel staðfestir áður útgefið
mat um að innri tekjuvöxtur náist  á árinu með leiðréttum rekstrarhagnaði á
bilinu 40-50 milljónir evra.  Megináhersla er á aukna skilvirkni í markaðssókn
og rekstri með það að markmiði að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði yfir 100
milljónir evra. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:
„Þriðji ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Við höfum skerpt á markaðssókn
samhliða því að taka mikilvæg skref til að auka skilvirkni í rekstri. Sala  og
tekjur jukust um 20% á milli ára  og rekstrarhagnaður hefur farið vaxandi. 

Við höfum unnið að endurnýjun og stækkunum á verksmiðjum viðskiptavina okkar í
Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum einnig aflað okkur nýrra viðskiptavina á
vaxandi nýmörkuðum þar sem við höfum unnið að fjöldamörgum minni og meðalstórum
uppbyggingarverkefnum í Afríku,  Asíu og Suður-Ameríku. 

Það er meðbyr á mörkuðum Marel. Með markvissri markaðssókn og
hagræðingaraðgerðum erum við  í góðri stöðu til að skapa verðmæti til
framtíðar". 

Hagræðing rekstrar
Áætlun um skýrari rekstraráherslur  (e. Simpler, Smarter and Faster Marel )
gengur eins og gert var ráð fyrir. Markmiðið er að mæta þörfum viðskiptavina
með skilvirkari hætti og draga úr árlegum kostnaði um 20-25 milljónir á
tímabilinu 2014-2015. 

Flutningur á kjötiðnaðarstarfsemi Marel frá Oss til Boxmeer í Hollandi gengur
samkvæmt áætlun. Boxmeer sinnir nú viðskiptavinum félagsins í kjöti, kjúklingi
og frekari vinnslu matvæla. Flutningi á laxaiðnaði Marel til Stovring í
Danmörku er nú lokið og frá og með þriðja ársfjórðungi gengur starfsemin þar á
auknum afköstum og skilvirkni. 

Á fyrstu níu mánuðum ársins var ráðist í aðgerðir sem áætlað er að munu lækka
árlegan rekstrarkostnað um 8 milljónir evra.   Einskiptiskostnaður tengdur
hagræðingaraðgerðum nemur um 12 milljónir evra.  Á þriðja ársfjórðungi nemur
einskiptiskostnaður 1,3 milljónum evra  vegna undirbúnings til að auka enn
frekar skilvirkni í framleiðslu félagsins  á komandi ársfjórðungum. 

Söluhæsti fjórðungur  frá upphafi
Nýjar pantanir námu 201 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi samanborið við 188
milljónir evra á öðrum ársfjórðungi 2014 og 163,3 milljónir evra í sama
ársfjórðungi fyrir ári síðan.  Pantanabókin stendur í 169,2 milljónum evra sem
er hækkun um 12,8 milljónir frá fyrri ársfjórðungi. 

Horfur
Fyrstu níu mánuði ársins hafa tekjur aukist um 4% frá fyrra ári samhliða því
sem rekstrarhagnaður hefur aukist á árinu.  Það sem af er ári nemur leiðréttur
rekstrarhagnaður 32,7 milljónum evra.  Marel staðfestir áður útgefið mat um að
innri tekjuvöxtur náist  á árinu með leiðréttum rekstrarhagnaði á bilinu 40-50
milljónir evra.  Megináhersla er á aukna skilvirkni í markaðssókn og rekstri
með það að markmiði að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði yfir 100 milljónir
evra. 

Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða
um allan heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni
arðsemi.  Framtíðarhorfur eru góðar og gert er ráð fyrir því að markaðsvöxtur
nemi 4-6%  á næstu árum. Markmið Marel er að halda áfram að vaxa hraðar en
markaðurinn. 

Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga
vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetningar stærri
verkefna. 

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta
uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á
heimasíðu Marel: www.marel.com/2014Q3 
Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.

Kynningarfundur 23. október 2014

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 23. október 
kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig
netvarpað: www.marel.com/webcast. 

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2015
 4. ársfjórðungur  2014                                4. febrúar 2015
 Aðalfundur 2014                                          4. mars  2015
 1. ársfjórðungur 2015                                 29. apríl 2015
 2. ársfjórðungur 2015                                 29. júlí 2015
 3. ársfjórðungur 2015                                 28. október 2015
 4. ársfjórðungur  2015                                3. febrúar 2016

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veita:
Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar og fjárfestatengsla. Símar:
563 -8464 og 825-8464 
Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur í fjárfestatengslum. Símar: 563-8626 og
853-8626