2008-10-22 18:33:33 CEST

2008-10-22 18:34:31 CEST


English Islandic
Exista hf. - Fjárhagsdagatal

Breytt fjárhagsdagatal Exista


Exista hf. mun birta afkomu þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaða
fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi. Vakin er athygli á því að vegna óvissu á
íslenskum fjármálamarkaði hefur birtingu uppgjörs verið frestað frá áður
auglýstum birtingardegi. 

Kynningarfundur 28. nóvember 2008
Kynning á uppgjöri þriðja ársfjórðungs fer fram föstudaginn 28. nóvember 2008
og hefst stundvíslega kl. 8:30. Þar munu stjórnendur félagsins gera grein fyrir
árshlutareikningnum og svara fyrirspurnum. 

Kynningarfundurinn fer fram í höfuðstöðvum Exista að Ármúla 3 í Reykjavík.
Húsið opnar kl. 8:00 og verður boðið upp á léttan morgunverð. Kynningin er opin 
hluthöfum og öðrum markaðsaðilum. 


Frekari upplýsingar veitir:
Samskiptasvið Exista
Svana Huld Linnet
sími: 550 8623
ir@exista.com