2016-01-19 14:28:09 CET

2016-01-19 14:28:09 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun aftur í fjárfestingaflokk eftir hækkun hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor‘s


Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í
BBB- úr BB+. Á það bæði við um langtímaskuldbindingar sem eru með og án
ríkisábyrgðar. Horfur eru metnar stöðugar. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á
lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk í BBB+ úr BBB frá 15. janúar 2016. 

Hörður Arnarson forstjóri:

„Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir Landsvirkjun og staðfestir jákvæða þróun í
rekstri sem byggir á bættum fjárhag og lækkun skulda. Að komast í
fjárfestingaflokk án ríkisábyrgðar eykur traust lánveitenda og styður við
starfsemi Landsvirkjunar meðal annars með bættu aðgengi að lánsfjármagni og
lægri fjármagnskostnaði. Við munum áfram leggja megin áherslu á lækkun skulda
og að styrkja rekstur fyrirtækisins enn frekar". 



Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í
síma 515 9000, netfang: rafnar@lv.is