2010-05-25 11:24:24 CEST

2010-05-25 11:25:20 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning vegna fundar með aðalmiðlurum íbúðabréfa


Fulltrúar Íbúðalánasjóðs og núverandi aðalmiðlarar íbúðabréfa funduðu þann 21.
maí s.l. um fyrirhugaða endurnýjun á núverandi aðalmiðlarasamningi, sem taka
mun gildi 1. júlí n.k. Helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru í samningnum og
farið var yfir á fundinum, eru eftirfarandi: 


Viðskiptavakt með HFF150914 verður breytt með þeim hætti að frá og með 1.
október 2010 verður aðalmiðlurum einungis skylt að setja fram kauptilboð. Er
breytingin gerð í ljósi þess að Íbúðalánasjóði er ómögulegt að auka við útgáfu
í flokknum sbr. núverandi reglur um verðtryggingu. 

Áfram er gert ráð fyrir viðskiptavakt með nýjan flokk íbúðabréfa, verði slíkur
flokkur stofnaður á samningstímanum. Tímalengd þessa fyrirhugaða flokks hefur
ekki verið ákveðin, og ekki heldur hvort um verður að ræða flokk með eða án
uppgreiðsluheimild né hvort flokkurinn verði verðtryggður eða óverðtryggður. 


Gert er ráð fyrir að þóknun í útboðum íbúðabréfa verði hækkuð um 0,05%, eða úr
0,15% í 0,20%. 

Þá er gert ráð fyrir að verðbil kaup- og sölutilboða íbúðabréfa verði lækkað um
0,05% í hverjum flokki. 


Tekið skal fram að samningarnir hafa enn ekki verið undirritaðir en gert er ráð
fyrir undirritun þeirra í byrjun júní 2010. 

Nánari upplýsingar veita Ívar Ragnarsson í síma 569-6990 og Herdís Einarsdóttir
í síma 569-6993.