2011-12-02 16:57:41 CET

2011-12-02 16:58:44 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Eignarhaldsfélagið Farice ehf. - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Ómar Benediktsson ráðinn forstjóri Farice ehf.


Farice ehf., sem rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu, hefur ráðið Ómar
Benediktsson forstjóra félagsins. 

Undanfarin misseri hefur Ómar gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Icelandair
Group nú síðast sem framkvæmdastjóri  Smartlynx Airlines í Lettlandi. Ómar
hefur byggt upp og stýrt fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa náð árangri í
alþjóðlegum viðskiptum samanber Air Atlanta, Íslandsflug og Island Tours í
Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu auk þess sem hann hefur m.a. gegnt starfi
stjórnarformanns RUV ohf., og varaformanns stjórnar Icelandair Group. 

Ómar er giftur Guðrúnu Þorvaldsdóttur og eiga þau fjögur börn.