2009-02-10 17:56:55 CET

2009-02-10 17:57:54 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Atorka Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Atorka Group hf. semur við skuldabréfaeigendur vegna skuldabréfa með auðkennið ATORKA 07 2 og ATORKA 06 1


Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Atorku Group hf. með
viðskiptabönkum félagsins, hefur Atorka Group hf. samið við alla eigendur
skuldabréfa í eftirtöldum flokkum um kyrrstöðu til 20. mars 2009.  Þeir flokkar
sem um ræðir eru:  ATORKA 07 2, útgefinn að verðmæti 3,5 milljarða ISK og
ATORKA 06 1, vegna vaxtagjalddaga, útgefinn að verðmæti 2 milljarða ISK. 

Í samningnum felst að komið er á fót nefnd sem í eiga sæti fulltrúar eigenda
skuldabréfa í flokkunum. Sú nefnd vinnur að tillögum um samninga sem tryggja
eiga hag eigenda skuldabréfa í flokknum. 

Þegar niðurstaða hefur verið fengin mun verða tilkynnt um hana.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
í síma 540-6200