2014-02-21 15:15:39 CET

2014-02-21 15:16:40 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Landsvirkjun - Ársreikningur

Ársreikningur Landsvirkjunar 2013


Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkar um 17,5% á milli ára


  -- Raforkusala jókst um 416 GWst á milli ára og hefur ekki áður verið meiri
  -- Lækkandi álverð veldur því að tap ársins er 38,5 milljónir USD 



Helstu atriði ársreiknings

  -- Rekstrartekjur námu 422,9 milljónum USD (48,6 ma.kr.) sem er 3,7% hækkun
     frá árinu áður.1
  -- EBITDA nam 329,1 milljón USD (37,8 ma.kr.) sem er 2,4% hækkun frá árinu
     áður. EBITDA hlutfall er 77,8% af tekjum, en var 78,8% árið áður.
  -- Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 121,8 milljónum USD (14,0
     ma.kr.), en var 103,7 milljónir USD árið áður og hækkar því um 17,5% milli
     ára.
  -- Handbært fé frá rekstri nam 258,5 milljónum USD (29,7 ma.kr.) sem er 9,4%
     hækkun frá árinu áður.
  -- Fjárfestingar námu 149,5 milljónum USD (17,2 ma. kr). Handbært fé frá
     rekstri eftir fjárfestingar var því 109,0 milljónir USD (12,5 ma. kr) sem
     nýtt er til lækkunar skulda og greiðslu arðs til eigenda.
  -- Tap ársins var 38,5 milljónir USD (4,4 ma.kr). 



Hörður Arnarson, forstjóri:

„Árið 2013 var mesta raforkuvinnsla og sala í sögu Landsvirkjunar. Seldar voru
13.186 GWst sem er aukning um 416 GWst frá fyrra ári. Reksturinn gekk vel og að
mestu áfalla­laust. Rekstrartekjur, EBITDA og hagnaður fyrir óinnleysta
fjármagnsliði jukust á árinu. 

Þrátt fyrir þennan árangur í orkusölunni í erfiðu markaðsumhverfi var
Landsvirkjun rekin með tapi á síðasta ári. Ástæðu þess má rekja til lækkunar á
álverði á heimsmarkaði, sem kemur meðal annars fram í mikilli lækkun á bókfærðu
verði innbyggðra afleiða, sem fyrirtækið getur haft takmörkuð áhrif á.“