2015-04-20 10:14:22 CEST

2015-04-20 10:15:23 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Marel – Uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 umfram væntingar


Í tilkynningu Marel sem birt var vegna ársuppgjörs félagsins þann 5. febrúar
2015, var greint frá því að á árinu 2015 gerðu stjórnendur félagsins ráð fyrir
áframhaldandi innri vexti og góðri aukningu í rekstrarhagnaði og afkomu eftir
skatt. Þá hefur félagið áður birt markmið sitt að rekstrarhagnaður ársins 2017
verði yfir 100 milljónum evra. 

Með hliðsjón af drögum að uppgjöri Marel fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 er það
mat stjórnenda félagsins að afkoma þess sé umfram væntingar. Byggist þetta
einkum á auknum tekjum, hagstæðri tekjudreifingu   og aukinni skilvirkni í
rekstri félagsins. 

Mótteknar pantanir í fjórðungnum eru áætlaðar 212 milljónir evra. Tekjur
fjórðungsins verða um 209 milljónir evra, með leiðréttan rekstrarhagnað*
(adjusted EBIT) yfir 11% af tekjum og rekstrarhagnað (EBIT) tæplega 8% af
tekjum. Hagnaður eftir skatt í fyrsta ársfjórðungi er áætlaður rúmlega 12
milljónir evra. 

Sterk EBITDA og sjóðstreymi munu hafa þau áhrif að skuldsetningarhlutfall
(Total Net Leverage) félagsins lækkar í 1,5 í lok fyrsta ársfjórðungs,
samanborið við 2,1 í lok fjórða ársfjórðungs 2014.** 

Góður meðbyr er á helstu mörkuðum Marel og skilyrði á fjármálamörkuðum eru
hagstæð.  Athygli er þó vakin á því að uppgjör félagsins geta breyst milli
fjórðunga vegna almennrar þróunar í efnahagsmálum og sveiflum í tekjum og
tekjusamsetningu. 

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015 verður birt eftir lokun markaða þann 29. apríl
2015. Fundur með fjárfestum verður haldinn að morgni 30. apríl þar sem gerð
verður grein fyrir uppgjörinu og framtíðarhorfum. 

*Leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði í tengslum við hagræðingaraðgerðir.

** Skuldsetningarhlutfallið er byggt á leiðréttu EBITDA (adjusted EBITDA)
síðustu 12 mánuði á móti nettó vaxtaberandi skuldum í lok fjórðungsins.