2022-08-15 10:00:00 CEST

2022-08-15 10:00:00 CEST


English Islandic
Alvotech S.A. - Fyrirtækjafréttir

Alvotech mun birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming og annan ársfjórðung 2022 þann 31. ágúst og heldur kynningarfund 1. september


Alvotech mun birta uppgjör fyrir fyrsta árshelming og annan ársfjórðung 2022, eftir lokun markaða í Bandaríkjunum miðvikudaginn 31. ágúst 2022.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn í beinu streymi fimmtudaginn 1. september n.k. kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma. Fundurinn fer fram á ensku.

Þeir sem hyggjast taka þátt í fundingum geta skráð sig með því að smella á þennan hlekk og fá að skráningu lokinni sendar nánari upplýsingar, s.s. innhringinúmer og PIN.    

Beint streymi af fundinum verður einnig aðgengilegt á fjárfestasíðu Alvotech undir News and Events – Events and Presentations. Þar verður einnig hægt að finna upptöku af fundinum eftir að honum er lokið.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Nánari upplýsingar veitir:

Alvotech, fjárfestatengsl
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com