2008-05-26 17:35:00 CEST

2008-06-03 16:41:12 CEST


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

- Tilkynning um útboð - RIKB 19 0226


Fimmtudaginn 29. maí, kl. 14:00, fer fram útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum með
tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands. 

Um er að ræða flokk ríkisbréfa, RIKB 19 0226, sem ber 8,75% vexti sem greiddir
eru árlega. Lokagjalddagi bréfsins er 26. febrúar 2019. 

Heildarfjárhæð þessa útboðs verður allt að 10.000 milljónir króna að nafnverði.
Einungis aðalmiðlurum ríkisskuldabréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu en
þeir annast einnig tilboðsgerð fyrir fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein
milljón króna að nafnvirði. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er mánudagurinn 2. júní  2008.

Í þessu útboði óskar Seðlabankinn eftir kauptilboðum í eftirfarandi flokk
ríkisverðbréfa: 

Flokkur
RIKB 19 0226

ISIN	              		
IS0000017077

Lokagjalddagi
26.02.2019

Útistandandi fjárhæð
16.330 m kr.

Lánstími
11 ár		

Eftir að niðurstöður útboðs ríkisbréfa liggja fyrir mun Seðlabankinn f.h.
ríkissjóðs bjóða jafnvirði 10%, reiknuð af nafnverði þess sem selt var í
útboðinu, til aðalmiðlara á ávöxtunarkröfu samþykktra tilboða allt til kl.
14:00 á uppgjörsdegi útboðsins.  Hver aðalmiðlari sem á samþykkt tilboð í
undangengnu útboði öðlast kauprétt í hlutfalli af keyptu magni. Greiðslu- og
uppgjörsdagur fyrir þessi viðskipti er einum degi eftir viðskiptadag (T+1). 

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, lánamálum ríkisins á alþjóða- og
markaðssviði Seðlabanka Íslands, í síma 569 9635.