2011-01-31 20:28:56 CET

2011-01-31 20:29:55 CET


REGULATED INFORMATION

English Islandic
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group -Lokum fjárhagslegrar endurskipulagningar frestað



Icelandair Group hf. (samstæðan) tilkynnti þann 15. desember sl. að frágangi
formsatriða vegna loka fjárhagslegrar endurskipulagningar yrði lokið fyrir lok
janúar. Öll skjöl eru nú til staðar í samþykktu formi milli samstæðunnar og
lánveitenda hennar. Aðeins er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins sem
nauðsynlegt er til að klára sölu á eignum til félags í eigu lánveitendanna.
Gert er ráð fyrir að samþykkið liggi fyrir á næstu dögum og mun það marka lok
þeirrar fjárhagslegu endurskipulagningar samstæðunnar sem staðið hefur yfir frá
árslokum 2008. 

Samið hefur verið um það við bankana að samstæðan muni áfram eiga SmartLynx og
hlut sinn í Travel Service þar sem ekki fengust samþykki frá viðeigandi
lánveitendum og hluthöfum þeirra félaga. Í upphaflegum kaupsamningi var gert
ráð fyrir að heildarsöluverð þeirra eigna sem til stóð að selja næmi 7,6
milljörðum og mun það haldast óbreytt. Engin breyting hefur orðið á stefnu
samstæðunnar varðandi sölu þessara eigna og heldur söluferli því áfram. 

Samstæðan mun greiða 500 milljónir króna fyrir að taka hlutabréfin í Travel
Service aftur. Þegar hlutabréfin verða seld þá rennur söluandvirði upp að 500
milljónum króna til félagsins. Söluandvirði milli 500 milljónum króna og 1.600
milljónum króna mun renna til félags í eigu lánveitendanna en söluandvirði
umfram 1.600 milljónir króna rennur til samstæðunnar. Í upphaflegum áætlunum
var gert ráð fyrir að Travel Service yrði selt til félags í eigu lánveitendanna
fyrir 1.600 milljónir króna. 

Samkvæmt upphaflegum kaupsamningi nam söluverðið á SmartLynx 1 krónu og
jafnframt var gert ráð fyrir að allar ábyrgðir á skuldbindingum SmartLynx
héldust hjá samstæðunni. Það að samstæðan eigi félagið áfram hefur því engin
fjárhagsleg áhrif og gerir samstæðunni því auðveldara um vik að losa um þær
ábyrgðir sem til staðar eru. 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, +354 896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, +354 665 8801